Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Toni Kroos tekur í spaðann á Fabinho eftir sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra, þar sem Real vann 1-0. Getty/Jonathan Moscrop Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira