Til Liverpool án veikra miðjumanna en Benzema í vélinni Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Toni Kroos tekur í spaðann á Fabinho eftir sigurinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra, þar sem Real vann 1-0. Getty/Jonathan Moscrop Liverpool og Real Madrid mætast annað kvöld á Anfield í sannkölluðum stórleik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real verður þar án tveggja öflugra miðjumanna. Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Nú er orðið ljóst að hvorki Þjóðverjinn Toni Kroos né Frakkinn Aurelien Tchouameni, leikmenn sem Carlo Ancelotti hefur treyst á sem byrjunarliðsmenn, verða í leikmannahópi Real á morgun vegna veikinda. Stjörnuframherjinn Karim Benzema, sem átti svo stóran þátt í Evrópumeistaratitli Real í fyrra, er hins vegar klár í slaginn eftir að hafa misst af leik gegn Osasuna um helgina. Kroos hefur misst af síðustu leikjum vegna veikinda og samkvæmt spænska miðlinum Relevo eru veikindi hans nokkuð alvarleg því hann fékk sýkingu í þörmum, sem valdið hefur þyngdar- og vöðvatapi. Tchouameni missti af leiknum um helgina vegna flensu. Möguleiki á að Nunez verði með Þrátt fyrir fjarveru Kroos og Tchouameni eru Madridingar ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn á borð við Luka Modric, Federico Valverde, Eduardo Camavinga, Dani Ceballos og fleiri til taks. Þeir Camavinga og Ceballos voru með Modric á miðjunni í 2-0 útisigrinum gegn Osasuna um helgina og Valverde á kantinum. Hjá Liverpool er helsta óvissan varðandi Darwin Nunez en framherjinn meiddist á öxl í sigrinum gegn Newcastle um helgina. Jürgen Klopp tjáði sig stuttlega um stöðuna á Nunez á fréttamannafundi í hádeginu í dag: „Það er möguleiki. Við verðum að sjá til hvernig hann verður í dag og eftir það tökum við ákvörðun.“ Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 20 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira