Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira