Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2023 20:12 Starfsmaður sambýlis hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa sent myndskeið af vistmanni handleika kynfæri sín á samfélagsmiðlinum Snapchat. Vísir Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot, með því að hafa tekið upp myndskeið af vistmanninum þegar hann lá nakinn í rúmi sínu og handlék kynfæri sín. Myndskeiðið sendi hann á samstarfsfélaga sinn sem tjáði manninum um hæl að hann myndi tilkynna athæfi hans. „Það er ekki fyndið að taka myndband af fötluðum einstakling að runka sér og dreifa því á snapchat,“ skrifaði samstarfsmaðurinn í skilaboðum til mannsins. Maðurinn reyndi þá að fá samstarfsmanninn til þess að dreifa myndskeiðinu ekki frekar og láta vera að tilkynna það með hótunum. Eftirfarandi eru skilaboð sem maðurinn sendi samstarfsmanninum. „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“ „Eg er buinn að hringja lika i folk [..] minn“ „Passaðu þig“ „Ef þu ætlar að jarða mitt mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“ „Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [...]“ „Eg er að fara berja þig i klessu“ Ekki talinn opinber starfsmaður Sem áður segir var maðurinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot og hótanir gagnvart samstarfsmanninum. Í ákæru voru brot mannsins heimfærð undir refsiþyngingarákvæði hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Hvorki í héraði og né fyrir Landsrétti var talið að maðurinn teldist til opinberra starfsmanna. „Fram kom að í ljósi gagna málsins lægi ekkert fyrir í málinu því til stuðnings að ákærði hefði stöðu sinnar vegna sem stuðningsfulltrúi eða á grundvelli heimildar í lögum getað tekið eða haft áhrif á ákvarðanir um réttindi eða skyldur heimilismanna á sambýlinu,“ segir í niðurstöðum Landsréttar. Maðurinn var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en helmingur refsingarinnar er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá greiði hann vistmanninum 400 þúsund krónur í miskabætur en fyrir hans hönd hafði verið gerð krafa um 1,5 milljón króna. Þá var hann dæmdur til að bera þrjá fjórðu hluta áfrýjunarkostnaðar upp á 1,1 milljón króna í ofanálag við upphaflegan sakarkostnað upp á 1,2 milljónir króna. Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira