Alls ekki auðveld ákvörðun að fresta aðgerðum Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 22:16 Sólveig Anna Jónsdóttir vonast eftir því að nú hefjist raunverulegar viðræður. Vísir/Sigurjón Formaður Eflingar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að fresta verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins. Ákvörðunin sé þó útpæld og nú er búist við „raunverulegum kjarasamningsviðræðum“. Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Í kvöld tilkynnti ríkissáttasemjari að Efling og Samtök atvinnulífsins (SA), hafi komist að samkomulagi um að verkfallsaðgerðum Eflingar yrði frestað og kjarasamningsviðræður færu almennilega í gang. Næst funda fulltrúar beggja aðila á morgun klukkan tíu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að það að starfsmenn í Eflingu hafi lagt niður störf hafi leitt til þess að loksins hafi eitthvað farið af stað sem hægt sé að kalla „alvöru kjarasamningsviðræður“. „Það sem ég er tilbúin til þess að segja er að samninganefnd Eflingar tekur þessa ákvörðun ekki að illa athuguðu máli. Þetta er ekki auðveld ákvörðun fyrir okkur að taka og við komumst að þessari niðurstöðu því við trúum því að mögulega séum við hér að fara að eyða næstu dögum í eitthvað uppbyggilegt og gagnlegt sem mögulega skilar okkur góðum kjarasamningum,“ segir Sólveig. Verkfallsfrestunin gildir til miðnættis á sunnudag. Aðspurð hvort þrír dagar dugi til þess að komast að niðurstöðu segir Sólveig að ef raunverulegur samningsvilji sé hjá báðum aðilum eigi tíminn að duga. Mikil fagnaðarlæti heyrðust frá samninganefnd Eflingar nokkrum sinnum í kvöld á meðan verið var að bíða eftir niðurstöðu fundar Eflingar og SA. Sólveig segir þau ekki hafa tengst niðurstöðunni. „Samninganefnd Eflingar er mjög samhentur hópur sem reynir, jafnvel í erfiðum aðstæðum, að hafa gaman. Fólk hefur verið að klappa yfir einhverju sem það þótti þess virði að klappa fyrir. Ég var ekki viðstödd klappið þannig ég veit ekki alveg hvað það var en þau hafa haft mjög góða ástæðu. Það er ég alveg sannfærð um,“ segir Sólveig. Hún trúir því að nú muni samningaviðræður komast á skrið og mætir hún á morgun fullvilja til þess að hefja mikla vinnu við að leiða það til lykta. „Ég vona að þessi ákvörðun sem við tókum, þessi risastóra og auðvitað erfiða ákvörðun, færi okkur eitthvað gott og uppbyggilegt,“ segir Sólveig.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Sjá meira
Verkfallsaðgerðum frestað Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi. 16. febrúar 2023 21:04