Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2023 22:41 Karima El Mahroug, einnig þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby, (t.v.) var sautján ára þegar Berlusconi var sakaður um að hafa greitt henni fyrir kynlíf. Hún er þrítug í dag og neitar því að hafa átt vingott við forsætisráðherrann aldna. AP/Claudio Furlan Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni. Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Heimsathygli vakti þegar Berlusconi, sem þá var forsætisráðherra, var ákærður fyrir greiða stúlku undir lögaldri fyrir kynlíf árið 2010. Á sama tíma lærði heimsbyggðin um tilvist svonefndra „bunga bunga“-veislna sem Berlusconi hélt á íburðarmiklu setri sínu í Mílanó þangað sem hann bauð hópum ungra stúlkna. Þær hafa margar lýst kynferðislegum athöfnum sem fóru fram í slíkum veislum. Berlusconi var sýknaður af því að hafa greitt Karimu el Mahrough, sem varð þekkt sem Hjartaknúsarinn Ruby í ítölskum fjölmiðlum, fyrir kynlíf þegar hún var sautján ára. Þau harðneituðu bæði að hafa stundað kynlíf saman. Málið sem dómur var kveðinn upp úr á miðvikudag snerist um hvort að Berlusconi hefði greitt vitnum til að hafa áhrif á framburð þeirra í fyrri réttarhöldum vegna kynlífsveislnanna. Saksóknarar fóru fram á sex ára fangelsisdóm yfir honum. Tuttugu og átta manns til viðbótar, þar á meðal Mahrough, voru einnig sýknaðir í málinu. Berlusconi, sem nú er 86 ára gamall, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram sagði hann niðurstöðuna binda enda á „áralanga þjáningu, aur og ómælanlegt pólitískt tjón“. Hann hefur í gegnum tíðina sakað saksóknarana um pólítísk hefndarverk gegn sér. AP-fréttastofan segir líklegt að með dómnum í vikunni sé saksókn gegn Berlusconi vegna hneykslisins endanlega lokið. Berlusconi er enn leiðtogi stjórnmálaflokksins Áfram Ítalía sem á sæti í samsteypustjórn hægriflokka. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fagnaði lyktum málsins gegn Berlusconi sem hún sagði að hefði haft mikil áhrif á stjórnmálalíf landsins.AP/Claudio Furlan Sögðu bunga bunga-veislunar fágaðar kvöldsamkomur Lögmenn forsætisráðherrans fyrrverandi lýstu bunga bunga-veislunum sem fáguðum kvöldsamkomum. Saksóknarar sögðu þær hins vegar hafa einkennst af kynsvalli þar sem konum var greitt til að mæta og umgangast Berlusconi og aldraða vini hans. Vitni hafa lýst því hvernig ungar stúlkur dönsuðu nektardans fyrir ráðherrann. Hneykslismálið heltók Ítalíu fyrst þegar Mahrough, sem starfaði sem dansari í næturklúbbi, sagði rannsóknardómurum að hún hefði verið viðstödd bunga bunga-veislu á heimili Berlusconi árið 2010. Hún hefði ekki stundað kynlíf með honum en hann hefði þó látið hana fá þúsundir evra þegar hún átti í fjárhagserfiðleikum. Skömmu síðar kom í ljós að Berlusconi hafði hringt í lögreglustjóra í Mílanó eftir að Mahrough var handtekin fyrir að stela verðmætu armbandi. Laug hann því að Mahrough væri barnabarn Hosni Mubaraks, fyrrverandi forseta Egyptalands og hvatti lögreglustjórann til þess að sleppa henni.
Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41 Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu staðfestir sýknudóm yfir Berlusconi Silvio Berlusconi hafði áður verið dæmdur fyrir hafa misnotað vald sitt og greitt fyrir þjónustu ólögráða vændiskonu í svokölluðum „bunga bunga“ veislum sínum. 10. mars 2015 23:41
Berlusconi dæmdur í sjö ára fangelsi Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa kynferðismök við ólögráða stúlku og nota völd sín til að hylma fyrir það. 24. júní 2013 15:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent