Eldur vegna rafmagnstækja í hleðslu Ágúst Mogensen skrifar 16. febrúar 2023 12:01 Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi. Sem betur fer var reykskynjari í herberginu sem varaði heimilisfólk við og hægt var að slökkva eldinn. Lærdómurinn af frásögn fjölskyldunnar er einfaldur en mikilvægur, ekki vera með hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu, svona mætti áfram telja. Raftæki er best að hlaða á föstu, tregbrennanlegu undirlagi þar sem loftar um þau. Dæmin eru fleiri Reglulega fáum við fregnir af því að eldur hafi komið upp vegna rafmagnstækja í hleðslu. Eldvarnabandalagið, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og fleiri hafa vakið athygli á þessu vandamáli vegna eldsvoða sem upp hafa komið, t.d. við hleðslu rafhlaupahjóla, handverkfæra og síma. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en það eru samt nokkur öryggisatriði sem gott er að hafa í huga í umgengni við þau. Sjáanlegar skemmdir á rafhlöðu Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Þetta tengi passar í þessa innstungu! Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Það er ekki sjálfgefið að þó tengi passi að það anni þeirri orkuþörf sem tækið krefst. Ef það gerist er hættan sú að tækið ofhitni og brenni yfir. Þetta gildir um öll raftæki og hleðslu rafmagnsbíla líka. Ekki hlaða rafmagnbílinn þinn með framlengingarsnúrukeflum úr tengli sem annar ekki hleðsluþörf bílsins. Hér á landi eru þekkt dæmi um eld eftir slíka notkun. Notaðu viðurkennda hleðslustöð. Verið líka gagnrýnin á allar hleðslusnúrur, ekki nota sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur. Þá er góð regla að taka tæki sem búið er að hlaða úr sambandi. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Ef þú verður eldsins var í tæka tíð, taktu þá tækið/hleðslusnúruna úr sambandi. Haltu fjarlægð og notaðu duft- eða léttvatnstæki til að slökkva eldinn. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun