Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 95-82 | Annar sigur Stólanna í röð Arnar Skúli Atlason skrifar 16. febrúar 2023 22:02 Stólarnir unnu góðan sigur gegn Grindvíkingum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll vann góðan 13 stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Þetta var annar sigur liðsins í röð, en Grindvíkingar eru hægt og rólega að sogast niður í fallbaráttuna. Fyrir leikinn í kvöld sátu Tindastóll í 5. sæti deildarinn með 16 stig en gestirnir frá Grindavík voru í 8. sæti með 14 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðung og þar fór Sigtryggur Arnar fyrir sínum mönnum í Tindastól en Kristófer Breki dró vagninn fyrir Grindavík og hittu þeir báðir úr sínum fyrstu þremur þriggja stiga skotum í leiknum. Það dró aðeins í sundur um miðjan fjórðunginn og að honum loknum leiddu Stólarnir 23-17. Í öðrum leikhluta var svipað uppá teningum, liðin skiptust á stigum til að byrja með en strákarnir hans Pavel voru skrefi á undan og náðu að auka muninn gegnum fjórðunginn og fóru mest með hann upp í 15 stig. Á meðan voru Grindvíkingar frekar orku litlir og var lítið að gerast hjá þeim og áttu rosalega erfitt með að skora auðvelda körfu á móti sterkri vörn Tindastól. Damier Pitts lagaði samt stöðuna þegar leikhlutanum var að ljúka en Tindastóll leiddi með stigum í hálfleik 43-32. Þriðji leikhluti hófst með af krafti og allt annað Grindavíkur lið mætti til leiks. Þeir náðu að grafa sig úr holunni og minnkuðu muninn hægt og rólega undir stjórn Pitts og Kristófers Breka sem áttir báðir mjög góðan leik í búningi Grindavíkur í kvöld, þeir náðu muninum niður í 3 stig þegar 3 mínútur lifðu fjórðungsins en 4 stig í röð frá Tindastól sá til þess að þeir leiddu með 7 stigum fyrir seinasta fjórðunginn. Í fjórða leikhluta virkaði eins og blaðran væri sprunginn hjá Grindavík og Tindastóll jók muninn hægt og rólega og það voru allir að leggja í púkinn fyrir þá og stigaskor dreifðist jafnt á milli þeirra og þegar 3 mín lifðu leiks höfðu Tindastóll komið muninum upp í 19 stiga mun og leikurinn úti, fyrir Grindavík sem fá samt hrós fyrir baráttuna í 3 leikhluta. Lokatölur leiks 95-82 Tindastól í við. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spiluðu heilt yfir mjög góðan leik, frábær liðsbolti og allir að leggja í púkkið. Það voru 6 leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig í leiknum sem sýnir að þeir fengu framlag frá öllum sóknarlega Hverjir stóðu upp úr? Tindastóll, allir með tölu voru frábærir í vörn og sókn. Skilvirkir og góðir varnarlega.Í liði Grindavíkur voru þetta Kristófer Breki og Damier Pitts sem drógu vagninn og fá hrós í dag. Hvað gekk illa? Það stingur í augun að hjarta Grindavíkur, Ólafur Ólafsson skýtur 6 skotum í dag og skoraði 5 stig, Ef Grindavík ætlar að vinna leiki þurfa þeir meira framlag þar. Gkay Skordillis hefur átt betri daga líka eins og Grindavíkur liðið heilt yfir. Hvað gerist næst? Grindavík fer í heimsókn í Gaðarbæinn og Tindastóll kíkir í Smárann og tekur á móti Breiðablik, báðir þessir leikir eru 5 mars. Það tekur við Landsleikjafrí þegar þessi umferð klárast. Pétur: „Hjálpar til að menn eru að setja niður skot sem við erum að fá“ Pétur Rúnar Birgisson var afar svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Aðspurður hvað skóp sigurinn og í kvöld og hvort þeir væru að gera eitthvað nýtt svaraði Pétur: „Bara held ég orkan, við töluðum svolítið um það allan leikinn að okkur vantaði aðeins svona að halda orkunni uppi, flest allan leikinn margir voru Arnar var að gera Pitts erfitt allan leikinn og ég held að það hafi verið ástæðan fyrir sigri í kvöld“ „Við erum búnir að vera að reyna að gera það sama síðan Pavel mætti og við erum kannski að ná að exicute-a það aðeins betur og það er að hjálpa til að menn eru að setja niður skot sem við erum að fá, ég held að það sé það helsta.“ Jóhann: „Förum í þennan fórnarlambsfýling og förum að benda fingrum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Hulda Margrét „Lítið sem ekkert, við erum að missa orku, aftur erum við flatir í fyrri hálfleik og gröfum okkur holu og allt það en komum þessu í góðan séns í seinni hálflelik en við bara einhvernveginn aftur erum ekki nógu sterkir andlega og förum í þennan fórnarlambsfýling og förum að benda fingrum, þá eigum við ekki séns og þetta er erfitt allan tímann“ „Það minnkar sjálfstraustið ef menn tapa 5 leikjum í röð að sjálfsögðu verða menn litlir í sér og allt það það kemur ágætispása í þetta núna, við þurfum að bara að setjast vel yfir þetta og finna lausnir, eins og ég sagði síðast þurfum við að fara að setja stig á töfluna og allt það, sjálfstraust og ekki sjálfstraust og förum í þennan Grindviska fórnarlambs fíling sem er einhvern veginn er búið að loga við þetta lið seinustu 3-4 ár eins og ég sagði áðan þurfum við að finna lausnir á því og bounca tilbaka eins og sagt er“ Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll
Tindastóll vann góðan 13 stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Þetta var annar sigur liðsins í röð, en Grindvíkingar eru hægt og rólega að sogast niður í fallbaráttuna. Fyrir leikinn í kvöld sátu Tindastóll í 5. sæti deildarinn með 16 stig en gestirnir frá Grindavík voru í 8. sæti með 14 stig. Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðung og þar fór Sigtryggur Arnar fyrir sínum mönnum í Tindastól en Kristófer Breki dró vagninn fyrir Grindavík og hittu þeir báðir úr sínum fyrstu þremur þriggja stiga skotum í leiknum. Það dró aðeins í sundur um miðjan fjórðunginn og að honum loknum leiddu Stólarnir 23-17. Í öðrum leikhluta var svipað uppá teningum, liðin skiptust á stigum til að byrja með en strákarnir hans Pavel voru skrefi á undan og náðu að auka muninn gegnum fjórðunginn og fóru mest með hann upp í 15 stig. Á meðan voru Grindvíkingar frekar orku litlir og var lítið að gerast hjá þeim og áttu rosalega erfitt með að skora auðvelda körfu á móti sterkri vörn Tindastól. Damier Pitts lagaði samt stöðuna þegar leikhlutanum var að ljúka en Tindastóll leiddi með stigum í hálfleik 43-32. Þriðji leikhluti hófst með af krafti og allt annað Grindavíkur lið mætti til leiks. Þeir náðu að grafa sig úr holunni og minnkuðu muninn hægt og rólega undir stjórn Pitts og Kristófers Breka sem áttir báðir mjög góðan leik í búningi Grindavíkur í kvöld, þeir náðu muninum niður í 3 stig þegar 3 mínútur lifðu fjórðungsins en 4 stig í röð frá Tindastól sá til þess að þeir leiddu með 7 stigum fyrir seinasta fjórðunginn. Í fjórða leikhluta virkaði eins og blaðran væri sprunginn hjá Grindavík og Tindastóll jók muninn hægt og rólega og það voru allir að leggja í púkinn fyrir þá og stigaskor dreifðist jafnt á milli þeirra og þegar 3 mín lifðu leiks höfðu Tindastóll komið muninum upp í 19 stiga mun og leikurinn úti, fyrir Grindavík sem fá samt hrós fyrir baráttuna í 3 leikhluta. Lokatölur leiks 95-82 Tindastól í við. Af hverju vann Tindastóll? Tindastóll spiluðu heilt yfir mjög góðan leik, frábær liðsbolti og allir að leggja í púkkið. Það voru 6 leikmenn sem skoruðu yfir 10 stig í leiknum sem sýnir að þeir fengu framlag frá öllum sóknarlega Hverjir stóðu upp úr? Tindastóll, allir með tölu voru frábærir í vörn og sókn. Skilvirkir og góðir varnarlega.Í liði Grindavíkur voru þetta Kristófer Breki og Damier Pitts sem drógu vagninn og fá hrós í dag. Hvað gekk illa? Það stingur í augun að hjarta Grindavíkur, Ólafur Ólafsson skýtur 6 skotum í dag og skoraði 5 stig, Ef Grindavík ætlar að vinna leiki þurfa þeir meira framlag þar. Gkay Skordillis hefur átt betri daga líka eins og Grindavíkur liðið heilt yfir. Hvað gerist næst? Grindavík fer í heimsókn í Gaðarbæinn og Tindastóll kíkir í Smárann og tekur á móti Breiðablik, báðir þessir leikir eru 5 mars. Það tekur við Landsleikjafrí þegar þessi umferð klárast. Pétur: „Hjálpar til að menn eru að setja niður skot sem við erum að fá“ Pétur Rúnar Birgisson var afar svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Aðspurður hvað skóp sigurinn og í kvöld og hvort þeir væru að gera eitthvað nýtt svaraði Pétur: „Bara held ég orkan, við töluðum svolítið um það allan leikinn að okkur vantaði aðeins svona að halda orkunni uppi, flest allan leikinn margir voru Arnar var að gera Pitts erfitt allan leikinn og ég held að það hafi verið ástæðan fyrir sigri í kvöld“ „Við erum búnir að vera að reyna að gera það sama síðan Pavel mætti og við erum kannski að ná að exicute-a það aðeins betur og það er að hjálpa til að menn eru að setja niður skot sem við erum að fá, ég held að það sé það helsta.“ Jóhann: „Förum í þennan fórnarlambsfýling og förum að benda fingrum“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga.Vísir/Hulda Margrét „Lítið sem ekkert, við erum að missa orku, aftur erum við flatir í fyrri hálfleik og gröfum okkur holu og allt það en komum þessu í góðan séns í seinni hálflelik en við bara einhvernveginn aftur erum ekki nógu sterkir andlega og förum í þennan fórnarlambsfýling og förum að benda fingrum, þá eigum við ekki séns og þetta er erfitt allan tímann“ „Það minnkar sjálfstraustið ef menn tapa 5 leikjum í röð að sjálfsögðu verða menn litlir í sér og allt það það kemur ágætispása í þetta núna, við þurfum að bara að setjast vel yfir þetta og finna lausnir, eins og ég sagði síðast þurfum við að fara að setja stig á töfluna og allt það, sjálfstraust og ekki sjálfstraust og förum í þennan Grindviska fórnarlambs fíling sem er einhvern veginn er búið að loga við þetta lið seinustu 3-4 ár eins og ég sagði áðan þurfum við að finna lausnir á því og bounca tilbaka eins og sagt er“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti