Áskorun um að víkja vegna ákæru Þorlákur Axel Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 10:00 Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hoppukastalaslys á Akureyri Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þetta gengur ekki, það er ljóst. Hér með skora ég á Heimi Örn Árnason forseta bæjarstjórnar Akureyrar að víkja úr embættum sínum á meðan ákæran vegna líkamsmeiðinga af gáleysi er til meðferðar hjá yfirvöldum. Það er sjálfsagt að hver maður verji sig fyrir dómi. Á sama tíma verður að gera þá kröfu á Akureyrarbæ að þar kannist pólitískir fulltrúar við þá ábyrgð sem hvílir á bænum þegar kemur að því að gæta öryggis barna. Hoppukastalaslysið sýnir að pottur er brotinn í þeim efnum. Þúsundir barna og unglinga koma til bæjarins á hverju ári til þess að taka þátt í íþróttaleikum og skemmtunum af ýmsu tagi. Bærinn tekur beinan þátt í því starfi með því til dæmis að útvega gistingu í skólum. Akureyrarbær getur ekki vísað frá sér ábyrgð. Ég skora á bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til umfjöllunar á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn í bæjarstjórn getur þá útskýrt yfirlýsingu sína um takmarkaða ábyrgð bæjarins á öryggismálum: „Ekki á okkar vegum“ segir meirihlutinn. Ég skora á minnihlutann að taka til umræðu á bæjarstjórnarfundi þær siðferðilegu spurningar sem hann segir réttilega að svara verði vegna ákvörðunar um stöðu forseta bæjarstjórnar. Hver eru svörin? Hér er vitanlega ekki felldur neinn dómur um persónu eða fyrri störf þeirra sem hlut eiga að máli. Verði forseti bæjarstjórnar svo lánsamur að niðurstaða dómara verði honum hagfelld, þá er hægt að snúa aftur í bæjarpólitíkina. Það skiptir þó engu máli fyrir þá stöðu mála sem nú er uppi. Það er ekki eins og um sé að ræða einhvern sjálfskipaðan rannsóknarrétt úti í bæ. Ákæra er gefin út af fulltrúum almennings, fulltrúum laga og réttar. Ákæra er því aðeins gefin út að líklegt þyki að hún leiði til sakfellingar. Við hljótum að vera sammála um gera verður ýtrustu kröfur þegar kemur að öryggi barna. Hagsmunir íþróttafélaga sem skortir fé eru léttvægir í því efni. Í kosningabaráttunni kom ekkert fram um rannsókn á mögulegri ábyrgð frambjóðenda vegna alvarlegra slysa á börnum. Lýðræðislegt umboð til þess að sitja sem ákærður forseti bæjarstjórnar er ekki til staðar. Ég leyfi mér að benda á það augljósa, að eina ákvörðunin samboðin forseta bæjarstjórnar Akureyrar er að víkja. Þorlákur Axel JónssonAkureyri
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar