Munu ekki sitja undir sýndarviðræðum á sama tíma og verkföll eru boðuð Tryggvi Páll Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 09:47 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtti tækifærið og skaut létt á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, þegar hann gekk framhjá henni þar sem Sólveig var í viðtölum við fréttamenn. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist ekki vera bjartsýnn á að samningafundur í deilu samtakanna og Eflingar í Karphúsinu í dag skili niðurstöðu í dag. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni boðaði til fundar í morgun klukkan níu, þeim fyrsta eftir að hann tók við kjaradeilunni. Halldór Benjamín ræddi stuttlega við Sigurð Orra Kristjánsson, fréttamann okkar áður en hann hélt inn í fundarherbergið. Hann kvaðst ekki vera bjartsýnn á að fundur dagsins skili árangri. „Nei, ég tel engar líkur á að þetta muni leiða til nokkurrar niðurstöðu hér í dag. Hins vegar mætum við að sjálfsögðu þegar ríkissáttasemjari boðar okkur til fundar. Það er nýnæmi að Efling mæti þegar ríkissáttasemjari boðar til fundar. Mér hefur þótt innantómur tónn í því að segjast vilja semja en mæta síðan ekki. Nú sé ég að öll halarófan er mætt og það er gott,“ sagði Halldór Benjamín og vísaði þar í að Efling hafi ekki mætt á síðasta fund sem boðaður var. Efling leit svo á að ekki hafi verið formlega boðað til þess fundar. Horfa má á viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Reiknað er með að fundurinn standi eitthvað fram eftir degi. „Ég hins vegar ítreka að langlundargeði Samtaka atvinnulífsins eru einhver mörk sett. Við munum ekki sitja undir einhvers konar sýndarviðræðum hér á sama tíma og Efling er að boða og láta koma til framkvæmda mjög umsvifamikil verkföll sem munu lama allt íslenskt samfélag og valda gríðarlegum kostnaði fyrir alla landsmenn á næstu dögum. Undir því munum við að sjálfsögðu ekki sitja,“ sagði Halldór Benjamín. Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í kjaradeilunni.Vísir/Vilhelm Verkfall olíubílstjóra innan Eflingar hjá Olíudreifingu hefst á hádegi í dag. Reiknað er með að það verkfall muni hafa víðtæk áhrif. Halldór Benjamín telur að landsmenn hafi mögulega ekki áttað sig á þeim áhrifum sem verkfallið geti haft. „Ég held að allir Íslendingar ættu að hafa stórkostlegar áhyggjur af ástandinu sem er að myndast. Mér finnst fólk ekki enn vera búið að átta sig á hvað er að fara gerast hér um og eftir helgi. Við sjáum að millilandaflug mun lokast í næsti viku. Það verða þúsundir ferðamanna á vergangi hér um helgina. Ég geri allt eins ráð fyrir því að opnaðar verði fjöldahjálpamiðstöðvar til þess að skjóta skjólshúsi yfir þetta fólk. Dreifing lyfja, matvæla, þetta er allt í uppnámi og þetta er allt saman í boði forystu Eflingar sem að engu síður hefur kosis að mæta hér í dag til samningafundar,“ sagði Halldór Benjamín en allt viðtalið við hann má nálgast í spilarnum hér fyrir ofan.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Vonast til að menn hætti að ímynda sig sem „lénsherra höfuðborgarsvæðisins“ Við ætlumst til þess að það séu gerðir Eflingar-samningar við Eflingar-fólk, sagði Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar í samtali við blaðamenn fyrir upphaf samningafundar sem nú er hafinn í Karphúsinu. 15. febrúar 2023 09:26