„Þetta eru fáránleg forréttindi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:54 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísirr/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum. Leikruinn fór hins vegar ekki vel af stað hjá Valsmönnum og liðið skoraði aðeins fjögur mörk á frystu 15 mínútum leiksins, ásamt því að fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson fékk að líta vafasamt beint rautt spjald. „Byrjunin var svolítið erfið og við klikkuðum á einhverjum þrem eða fjórum hornafærum og allt það. En við vorum samt svona svolítið á hælunum fannst mér, en við misstum þá ekkert of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn í leikslok. „Við mjökuðum þessu svona hægt og rólega fyrstu tuttugu og komust svo yfir fyrir hálfleik og þá leið mér þokkalega með þetta.“ Gestirnir frá Benidorm byrjuðu síðari hálfleikinn þó nokkuð vel og söxuðu á forskot Valsmanna, en Valsliðið tók völdin á ný og byggði upp öruggt forskot. Snorri vildi ekki segja til um hvað hefði klikkað hjá gestunum og einblíndi frekar á það sem sínir menn gerðu rétt. „Þú verður að spyrja þjálfarann þeirra að því. Við náðum að leysa þetta sjö á sex og ég hef ekki tölu á því hvað við skoruðum oft yfir allan völlinn. Við erum bara að fá fullt af auðveldum hlutum og þvinguðum þá í tæknifeila og annað slíkt sem þeir eru ekkert rosalega þekktir fyrir. Það sem við gerðum gekk upp og eftir erfiða byrjun fannst mér við finna betri takt sóknarlega eftir því sem leið á leikinn.“ Eins og áður segir fékk fyrirliði Vals, Alexander Örn Júlíusson, að líta beint rautt spjald snemma leiks. „Ég sá það ekki einu sinni og var ekki nálægt því að sjá það þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa skoðun á því.“ Með sigrinum í kvöld lyfta Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir franska liðinu PAUC sem hefur tapað fjórum leikjum í röð í Evrópudeildinni eftir tap gegn Flensburg í kvöld næstkomandi þriðjudag og Snorri segir mikilvægi þess leiks ekki minna en í kvöld. „Við eigum nú einn mjög mikilvægan á föstudaginn líka þannig við skulum byrja á honum, en það segir sig sjálft og við vissum það fyrirfram að við þyrftum meira en þennan leik í kvöld. Þetta var mikilvægur leikur til þess að koma okkur í þá stöðu að geta komið okkur áfram í þessum riðli og við þurfum þvílíkan leik á þriðjudaginn. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað við þurfum mikinn stuðning.“ „Þetta er geggjað að spila þessa leiki og þetta eru fáránleg forréttindi sem margir af strákunum gera sér bara ekki alveg grein fyrir. Að spila fyrir sitt félag í svona keppni og umgjörð. Bara plís, plís, plís troðfyllið húsið fyrir okkur og þá gerum við okkar besta til þess að komast áfram.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Leikruinn fór hins vegar ekki vel af stað hjá Valsmönnum og liðið skoraði aðeins fjögur mörk á frystu 15 mínútum leiksins, ásamt því að fyrirliðinn Alexander Örn Júlíusson fékk að líta vafasamt beint rautt spjald. „Byrjunin var svolítið erfið og við klikkuðum á einhverjum þrem eða fjórum hornafærum og allt það. En við vorum samt svona svolítið á hælunum fannst mér, en við misstum þá ekkert of langt fram úr okkur,“ sagði Snorri Steinn í leikslok. „Við mjökuðum þessu svona hægt og rólega fyrstu tuttugu og komust svo yfir fyrir hálfleik og þá leið mér þokkalega með þetta.“ Gestirnir frá Benidorm byrjuðu síðari hálfleikinn þó nokkuð vel og söxuðu á forskot Valsmanna, en Valsliðið tók völdin á ný og byggði upp öruggt forskot. Snorri vildi ekki segja til um hvað hefði klikkað hjá gestunum og einblíndi frekar á það sem sínir menn gerðu rétt. „Þú verður að spyrja þjálfarann þeirra að því. Við náðum að leysa þetta sjö á sex og ég hef ekki tölu á því hvað við skoruðum oft yfir allan völlinn. Við erum bara að fá fullt af auðveldum hlutum og þvinguðum þá í tæknifeila og annað slíkt sem þeir eru ekkert rosalega þekktir fyrir. Það sem við gerðum gekk upp og eftir erfiða byrjun fannst mér við finna betri takt sóknarlega eftir því sem leið á leikinn.“ Eins og áður segir fékk fyrirliði Vals, Alexander Örn Júlíusson, að líta beint rautt spjald snemma leiks. „Ég sá það ekki einu sinni og var ekki nálægt því að sjá það þannig ég ætla ekki einu sinni að reyna að hafa skoðun á því.“ Með sigrinum í kvöld lyfta Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils. Liðið mætir franska liðinu PAUC sem hefur tapað fjórum leikjum í röð í Evrópudeildinni eftir tap gegn Flensburg í kvöld næstkomandi þriðjudag og Snorri segir mikilvægi þess leiks ekki minna en í kvöld. „Við eigum nú einn mjög mikilvægan á föstudaginn líka þannig við skulum byrja á honum, en það segir sig sjálft og við vissum það fyrirfram að við þyrftum meira en þennan leik í kvöld. Þetta var mikilvægur leikur til þess að koma okkur í þá stöðu að geta komið okkur áfram í þessum riðli og við þurfum þvílíkan leik á þriðjudaginn. Ég get ekki einu sinni lýst því hvað við þurfum mikinn stuðning.“ „Þetta er geggjað að spila þessa leiki og þetta eru fáránleg forréttindi sem margir af strákunum gera sér bara ekki alveg grein fyrir. Að spila fyrir sitt félag í svona keppni og umgjörð. Bara plís, plís, plís troðfyllið húsið fyrir okkur og þá gerum við okkar besta til þess að komast áfram.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Benidorm 35-29 | Draumurinn um 16-liða úrslit lifir góðu lífi Valur vann öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Benidorm í áttundu umferð riðlakeppninnar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 35-29. Með sigrinum stukku Valsmenn upp í þriðja sæti B-riðils og eiga góða möguleika á að vinna sér inn sæti í 16-liða úrslitum. 14. febrúar 2023 21:40