Rihanna fékk ekki greitt fyrir hálfleiksatriðið á Ofurskálinni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:15 Það eru eflaust ekki allir sem vita að Rihanna fékk ekki krónu fyrir atriði sitt á Ofurskálinni á sunnudaginn. Getty/Gregory Shamus Þrátt fyrir að stórbrotið hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hafi verið það næstmest áhorfða frá upphafi, fékk Rihanna ekki krónu fyrir það, ekki frekar en flytjendur fyrri ára. Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023 Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira
Árið 2016 greindi Joanna Hunter, talskona NFL, frá því í viðtali við Forbes að flytjendur hálfleiksatriðanna fengju aldrei greitt fyrir atriðin. NFL tæki þó á sig framleiðslukostnað atriðanna og greiddi fyrir uppihald flytjenda. Á meðal tónlistarfólks sem hefur komið fram á Ofurskálinni eru Beyonce, Michael Jackson, Britney Spears, U2, Lady Gaga, Coldplay, The Rolling Stones, Prince og Madonna, ásamt fleiri kanónum. Samkvæmt frétt tónlistartímaritsins Billboard var atriði Rihönnu á sunnudaginn næstmest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma, á eftir atriði Katy Perry frá árinu 2015. Samkvæmt Billboard er atriði Katy Perry á Ofurskálinni árið 2015 mest áhorfða hálfleiksatriði allra tíma.Getty/Rob Carr Nýtti tækifærið til þess að auglýsa snyrtivörumerkið Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvernig NFL tekst að fá fremsta tónlistarfólk heims til þess að koma fram frítt ár eftir ár. Ástæðan er einföld, flytjendurnir fá bestu og dýrustu auglýsingu sem hugsast getur. Yfir hundrað milljónir manns horfa á atriðið í beinni útsendingu og ennþá fleiri horfa á atriðið daginn eftir. Það þykja því mikil forréttindi að fá að koma fram á þessum stærsta sjónvarpsviðburði heims. Í stað þess að fá greiðslu nýtir tónlistarfólk gjarnan tækifærið og auglýsir væntanlegt tónleikaferðalag eða nýja tónlist. Tónlistarkonan Rihanna fór þó óhefðbundnari leið og nýtti atriðið bæði til þess að tilkynna óléttu og til þess að auglýsa snyrtivörumerki sitt Fenty á lúmskan eða ekki svo lúmskan hátt. Í miðju atriðinu tók hún upp Instamatte púður frá Fenty og púðraði á sér andlitið uppi á sviði. Uppátækið vakti mikla athygli og hafa erlendir miðlar greint frá því að leit að orðinu „Fenty Beauty“ hafi aukist margfalt eftir atriðið. Það má því gera fastlega ráð fyrir því að salan á púðrinu hafi rokið upp í kjölfarið. B*tch betta have my Invisimatte pic.twitter.com/gx0xpPbLDL— Fenty Beauty (@fentybeauty) February 13, 2023
Ofurskálin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24 Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39 Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59 Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Sjá meira
Stiklurnar í Superbowl: Umdeildur Íslandsvinur, Mario-bræður og Indiana Jones Það eru ekki bara NFL-aðdáendur sem fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram. Auglýsingarnar í kringum viðburðinn eru ekki síst mikil skemmtun og á meðal þess sem finna má í auglýsingahléunum eru stiklur fyrir væntanlegar stórmyndir. 13. febrúar 2023 22:24
Táknmálstúlkur Rihönnu slær í gegn Kona sem sá um að túlka hálfleiksatriði söngkonunnar Rihönnu á Ofurskálinni á táknmáli hefur slegið í gegn á internetinu í dag. Sumir hafa kallað eftir því að túlkurinn fái verðlaun fyrir frammistöðu sína. 13. febrúar 2023 21:39
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13. febrúar 2023 10:59