Náði að rétta flugvélina af 800 fetum yfir Kyrrahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:54 Litlu munaði að flugvél United hrapaði í Kyrrahaf í desembermánuði. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira