Hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni hefur varla farið fram hjá neinum í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem Rihanna kom fram á tónleikum síðan árið 2016, fyrir utan þegar hún söng eitt lag á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2018.
Einhverjir töldu að hún ætlaði mögulega að tilkynna nýja plötu eða að hún væri á leið í tónleikaferðalag. Svo var ekki en þess í stað greindi hún frá því að hún væri ólétt af öðru barni sínu og rapparans ASAP Rocky.
Óléttan var þó ekki það eina við atriðið sem kom fólki á óvart heldur hefur hin tvítuga Justina Miles slegið í gegn eftir flutninginn. Hún kom þó ekki nálægt atriðinu sem flestir horfðu á í sjónvarpinu heldur sá hún um að túlka flutninginn á táknmáli.
Amazing! American Sign Language Interpreter #JustinaMiles was the 1st Black deaf woman to perform at the Super Bowl LVII pre-game and halftime shows! I love to see all of this inclusion and representation. Congratulations, to this #HistoryMaker! pic.twitter.com/FMitTjnsLX
— Ben Crump (@AttorneyCrump) February 13, 2023
Miles túlkaði ekki einungis söng Rihönnu heldur dansaði hún með tónlistinni og lifði sig inn í stemninguna á vellinum. Flestir eru sammála um að atriði Rihönnu hafi verið frábært en margir hafa sagt það enn betra með Miles að túlka það.
the sign language interpreter is not fking around pic.twitter.com/zezhJ0QTsI
— Saint Hoax (@SaintHoax) February 13, 2023
Enjoying watching the woman doing the sign language for Rihanna at the #SuperBowl half time show having the time of her life. Her name is Justina Miles pic.twitter.com/pO32nMECFv
— Dan Walker (@mrdanwalker) February 13, 2023
Atriði Rihönnu á Ofurskálinni má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.