Katrín Tanja sótti um bandarískan ríkisborgararétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 08:31 Katrín Tanja hefur komið sér vel fyrir í Idaho fylki en það er í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Instagram/@katrintanja Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt til Bandaríkjanna og hefur komið sér vel fyrir með kærastanum í Idaho fylki. Hún vill nú fá bandarískt ríkisfang. Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum. CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Katrín Tanja útskýrði stöðu sína á Instagram.Instagram/@katrintanja Katrín Tanja útskýrði stöðuna á sér á samfélagsmiðlunum Instagram. Katrín ákvað að gera það eftir að hafa fengið það samþykkt að keppa í undankeppni heimsleikanna í Norður-Ameríku hlutanum og sleppa við að fara í gegnum undankeppni Evrópu. Katrín fékk leyfi hjá CrossFit samtökunum fyrir því að sleppa við að fljúga til Evrópu til að keppa í undanúrslitunum en keppa í öðrum af tveimur undanúrslitunum sem fara fram í Norður-Ameríku. Þegar Katrín útskýrði stöðu mála þá kom einnig fram hjá henni að hún hefur nú sótt um bandarískan ríkisborgararétt. Katrín hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár fyrir utan að hún kom heim til Íslands í sex mánuði á síðasta ári. Katrín flutti síðan endanlega til kærasta síns, Brooks Laich, í Coeur d'Alene í Idaho fylki.' Áður hafði hún búið lengi í nágrenni Boston þar sem hún æfði hjá þáverandi þjálfara sínum Ben Bergeron. Eftir að hún hætti hjá honum snéri Katrín Tanja heim og fór að æfa hjá þjálfara Anníe Mistar, Jami Tikkanen. Nú er orðið ljóst að Katrín Tanja sér framtíð sína fyrir sér í Bandaríkjunum og skiljanlega er meira vit í því að fara þá í gegnum undankeppni Norður-Ameríku í stað þess að þurfa að leggja í löng ferðalög á undanúrslitamót í Evrópu. Katrín sagði það góða sönnun um staðfestu sína að búa í Bandaríkjunum að hún hafi tekið litla hvolpinn sinn til Idaho. Hann má nefnilega ekki koma aftur til Íslands. Katrín er náttúrulega tvöfaldur heimsmeistari og einhverjir sjá fyrir sér að hún sé að taka sæti af bandarísku stelpunum en eins og hún sýndi í færslu sinni þá snýst þetta um þá staðreynd að hún býr nú í Bandaríkjunum en ekki í Evrópu. Katrín Tanja afsalar sér væntanlega ekki íslenska ríkisborgararéttinum í leiðinni og við höldum auðvitað áfram að líta á hana sem eina af íslensku CrossFit konunum sem eru að gera góða hluti í alþjóðlegum mótum.
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira