Eru grænmetisolíur eitur? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun