Óvissustigið var sett á vegna veðurs sem gekk yfir hluta landsins í gær, laugardaginn 11. febrúar. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð klukkan 12:00 á hádegi í gær en störfum hennar lauk klukkan 22:00 í gærkvöldi.
Verkefni gærdagsins sneru að mestu leyti að björgunarsveitum víða um land. Flest verkefnin voru á höfuðborgarsvæðinu en björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum.
Vísir fylgdist vel með veðrinu í gær. Að neðan ber að líta samantekt yfir helstu mál gærdagsins.