Íslenskir veitingamenn gera það gott á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 21:05 Níels Hafsteinsson segir frábært að vera með veitingastað og bari á Tenerife. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskir veitingamenn hafa meira en nóg að gera á Tenerife við að þjóna ferðamönnum og heimamönnum. Íslendingum finnst líka frábært að geta farið á íslenska veitingastaði þó kjötsúpa sé ekki í boði. Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum. Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vitað er um að minnsta kosti fjóra íslenska veitingamenn, sem eru með veitingastaði eða bari á Tenerife. Níels Hafsteinsson er einn af þeim en hann er með tvo bari og einn veitingastað, sem heitir „Smoke Bros“, sem nýtur mikilla vinsæla. Níels er með um 45 starfsmenn í vinnu og hann er að fara að flytja veitingastaðinn í nýtt og stærra húsnæði vegna vinsældar staðarins. Og hvað ertu helst að bjóða upp á, er það kjötsúpa eða? „Nei, ég er ekki komin með hana á seðilinn, það verður örugglega næsti staðurinn. Nei, nei, hérna erum við með mikið af hægelduðum mat og erum með reykofn þar sem við erum að elda allskonar vöðva, sem eru ekki venjulega á veitingahúsum. Það er engin annar staður að gera þetta, sem við erum að gera hér á Tenerife, sem er bara gaman,“ segir Níels. Níels segist fá mikið af Íslendingum til sín. „Já, já, eins og í kvöld, þá eru þrjú Íslendingaborð af einhverjum tíu borðum hérna og það er bara gaman.“ Níels segir að Spánverjar séu allt öðruvísi en Íslendingar þegar kemur að daglegu lífi. Mikið af Íslendingum koma við á „Smoke Bros“ hjá Níelsi á Tenerife.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér gerast hlutirnir mjög hægt. Ég til dæmis ætlaði að opna þennan stað hérna 6. september í haust en ég opnaði 24. desember. Það er bara eðlilegt hérna. Hér er allt „Mani ana“, sem þýðir á morgun,“ segir hann og skellir upp úr. „Já, hér gerist allt rosalega hægt og það er mikið pappírsflóð hérna. Ég get sagt ykkur það að ég til dæmis sendi fax í fyrra af því að það er ein ábyrg skrifstofa hérna, sem vill bara fá alla hluti á faxi. Ég hef ekki sent fax síðan á síðustu öld fyrr en ég gerði þetta,“ bætir Níels við og hlær enn meira. Íslendingar eru mjög ánægðir með veitingastaðinn hjá Níels og finnst gott og traustvekjandi að fara á stað þar sem Íslendingur er allt í öllu. Hamborgari með öllu tilheyrandi á „Smoke Bros“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara eins og að mæta í sunnudagshádegismat hjá ömmu, það vantar reyndar rabarbarasultuna en þetta er frábær matur hjá Níels,“ segir Ásgeir Ingólfsson gestur á veitingastaðnum „Smoke Bros“ „Heyrðu, þetta er fínn staður, mjög fínn, góður matur, maður á að prófa allt svona hér á Tenirife,“ segir Ólöf Ingibergsdóttir gestur á staðnum.
Veitingastaðir Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira