Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2023 11:27 Bjarni gaf sér ekki tíma til að ræða bið mótmælendur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Sjá meira
Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57