„Er kannski á næstsíðasta söludegi“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Júlíus Magnússon tók við bikarnum sem fyrirliði þegar Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra. Árið 2021 vann hann tvennuna með liðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad. Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn