Einstök hönnun á nýju hverfi á Héðinsreit í Vesturbæ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Þetta glæsilega hverfi rís nú á Héðinsreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur. Stöð 2 Í Vesturbæ Reykjavíkur á gamla Héðinsreitnum, sem kallast nú Vesturvin, er að rísa spennandi hverfi, alveg niður við sjóinn. Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum! Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Það var arkitektastofan Nordic Office of Architecture, áður Arkþing, sem vann samkeppni um húsin fremst á reitnum og er hönnunin alveg einstök. Arkitektinn Hjalti Brynjarsson er einn af þeim sem kom að teikningu húsanna. „Þegar við komum að þessu verkefni fannst okkur svona svolítil þörf á því að brjóta byggingarnar upp, aðeins svona að minnka skalann, og hugsuðum þetta svona sem þrjú stakstæð hús í staðinn fyrir eitt,“ segir Hjalti. Með þessu vildu þau hámarka birtu og útsýnisskilyrði í íbúðunum og fjölga íbúðum með sjávarútsýni. Þá vildu þau gefa íbúðunum meira pláss og draga fram þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. „Það eru mjög fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá litlum einstaklingsíbúðum upp í stórar og miklar með þakgörðum. En það eru í rauninni allir sem fá flott útsýni hérna, bæði litlu íbúðirnar og þessar mjög stóru íbúðir.“ Fjölbreyttar íbúðir verða í boði.Stöð 2 Lækur minning um járnbrautarlestina Á milli húsanna er einstakur garður þar sem form, lýsing og plöntur eru í aðalhlutverki. Í garðinum verður einnig lítill lækur sem setur mikinn svip á garðinn. Landslagsarkitektinn Hermann Ólafsson er einn af þeim sem hannaði garðinn. Við hönnunina tók hann mið af Héðinslóðinni og umhverfinu. „Svo erum við með nálægðina við höfnina og þá staðreynd að þarna í gegnum reitinn fór eina járnbrautarlest Íslandssögunnar. Við veltum því dálítið fyrir okkur hvernig við ættum að gera þeirri sögu skil en enduðum á því að gera þarna svona spor í gegnum allan garðinn sem á að minna á þetta,“ segir Hermann. Af praktískum ástæðum eru það þó ekki raunverulegir járnbrautarteinar sem liggja í gegnum garðinn. Þess í stað var ákveðið að láta vatn renna eftir bogadreginni línu. Úr verður eins konar lækur og er útkoman einstök. „Það er okkar svona minning um járnbrautarteinanna.“ Lækur mun renna í gegnum garðinn.Stöð 2 Plöntur gegna stóru hlutverki Gróður spilar einnig stórt hlutverk í hönnuninni. Klifurplöntur eru látnar þekja nokkra veggi og notast er við led-lýsingu til þess að lýsa upp ákveðin svæði. „Vonandi lukkast það. Það eru ekki mörg dæmi um þetta. Við höfum séð þetta víða erlendis. Auðvitað eru ekki margar tegundir sem lifa þetta af hérna, en allir þekkja gömlu bergfléttuna,“ segir Hermann. Hér fyrir neðan má sjá Ísland í dag innslagið í heild sinni. Klippa: Ísland í dag - Lækur og töff hönnun á Héðinsreitnum!
Ísland í dag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning