Hvar eru varðhundar markaðsfrelsis nú? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2023 08:30 Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Erjur Eflingar og SA hafa verið mikið í fjölmiðlum en ég hef ekki enn rekist á sanna hægri frelsissinna eða talsmenn hins frjálsa markaðar leggja orð í belg. Vissulega hefur SA farið mikinn í að reyna höfða til tilfinninga fólks, talandi um heildarmyndina og að það verði að gæta að höfrungahlaupi, verðbólgu og ýmsu fleiru. Allir sem trúa á og vilja frjálsan markað, allir þeir sem vilja að einstaklingurinn hafi fullt samningsfrelsi, sjá hinsvegar að þau rök eru aumt yfirklór til að réttlæta afstöðu SA og koma Eflingarmönnum ekkert við. Það leiðir einfaldlega af því að Eflingarmenn eru bara fólk að berjast fyrir bættum kjörum. Því kemur ekkert við hvað aðrir gera í framhaldinu eða hvort X, Y eða Z. Það eina sem skiptir það fólk máli í þessu samhengi er að tryggja sér betri kjör og nota til þess samningstöðu sína til fulls, ekki bara þannig að hún sé þæginleg fyrir aðra. Í kapítalísku markaðskerfi ber enginn neina ábyrgð umfram það í launaviðræðum, jafnvel þó um hóp af láglaunafólki sé að ráða. En það er nú nokkuð sem hægri menn vita og því í raun óþarfi að velta upp. En þessu til viðbótar er nokkuð auðsannað að SA menn trúa sjálfir ekki því sem þeir eru að segja eða telja það amk ekki eiga við sig. Það er auðséð á því að SA menn vinna sjálfir á mjög góðum launum og fannst því ekkert að því að nota eigin samningsstöðu til þess að tryggja sér góð laun. Það voru því engar stórfelldar áhyggjur af því að þeirra laun hefðu áhrif á verðlag eða að aðrir vildu þá líka góð laun. Nema að krónurnar sem leggjast á laun yfir t.d. meðallaunum séu einhverra hluta vegna bundnar öðrum lögmálum en krónurnar sem fara í vasa láglaunamanna? Nei, bara Jón og séra Jón. Það eru bara sumir sem þurfa að hafa áhyggjur af samfélaginu og eiga því að takmarka samningsstöðu sína. En ekki SA, ekki sérfræðingar, ekki fyrirtækjaeigendur, nei bara láglaunamenn. Ég er ekki hissa á þessum málflutningi SA, þverrt á móti, þetta tal þeirra er einfaldlega liður í að reyna vinna almenning á sitt band og vinna samningaviðræðurnar. Mér þykir þó undarlegt að sönnu hægri markaðshugsandi menn þessa lands fordæmi þó ekki þetta tal SA. Að þeir komi ekki Eflingarmönnum til varnar, að þeir verji ekki samningsfrelsi fólks þegar virkilega á reynir hjá stórum hluta samfélagsins. Að þeim finnist eðlilegt að SA fái að ætla öðrum ábyrgð sem er á skjön við hvað markaðurinn ætlar þeim, á sama tíma og SA menn gangast ekki við sömu ábyrgð sjálfir. Hvar eru fordæmingar Ungra Sjálfstæðismanna, Viðskiptaráðs og annarra slíkra samtaka? Hvar er þessi einn fjórði þjóðarinnar sem kýs flokk einstaklingsfrelsisins? Hvar er allt fólkið sem sífellt talar um mikilvægi skattalækkanna, að minnka ríkisumsvif, mikilvægi þess að við séum ekki að hefta samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja? Er þeim sama um samkeppnishæfni almennings til launaviðræðna? Getur verið að allir þessir einstaklingar, öll þessi batterí, séu hreinlega pilsfaldskapítalistar? Höfundur er viðskiptafræðingur og vonast til að vera rengdur eða sjá fordæmingar frá þessum hópum.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar