Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 09:22 Fjöldi fólks er sagður fastur undir húsarústum. AP/IHA Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi. Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun. Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu. Leitað í húsarústum í bænum Azmarin í Idlib í Sýrlandi.AP/Ghaith Alsayed Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum. WARNING: GRAPHIC CONTENTRescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7— Reuters (@Reuters) February 6, 2023 Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta. WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023 Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Viðbragðsaðilar í Tyrklandi segja að 245 látna hið minnsta og 440 særða í sjö héruðum. Í Sýrlandi eru 237 sagðir hafa látist og 630 særst. Sjálfboðaliðasamtökin Hvítu hjálmarnir segja að minnsta kosti 147 látna á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Samkvæmt erlendum miðlum eru byggingar í rúst frá Aleppo og Hama í Sýrlandi og að Diyarbakir í Tyrklandi, í meira en 330 kílómetra fjarlægð. Varaforsetinn Fuat Otkay segir nærri 900 byggingar hafa hrunið í Gaziantep og Kahramanmaras í Tyrklandi. Þá er sjúkrahús sagt hafa hrunið í borginni Iskanderoun. Otkay sagði í samtali við blaðamenn að viðbragðsaðilar væru einnig að eiga við vont veður á svæðinu. Leitað í húsarústum í bænum Azmarin í Idlib í Sýrlandi.AP/Ghaith Alsayed Fjöldi myndskeiða hefur ratað á samfélagsmiðla í morgun, meðal annars myndskeið sem sýnir barni bjargað úr húsarústum. WARNING: GRAPHIC CONTENTRescue workers saved an injured child from the rubble of collapsed buildings after a major earthquake hit Syria, killing dozens and injuring hundreds https://t.co/d3s6tUGIrM pic.twitter.com/iky9r0smB7— Reuters (@Reuters) February 6, 2023 Á öðru myndskeiði má sjá byggingu hrynja í Sanliurfa í eftirskjálfta. WATCH: Building collapses during aftershock in anl urfa, Turkey pic.twitter.com/PiKKIkbu0a— BNO News Live (@BNODesk) February 6, 2023 Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum hafa boðið fram aðstoð sína og segjast fylgjast vel með þróun mála. Sama á við um ráðamenn í Svíþjóð, þrátt fyrir stirð samskipti milli Svíþjóðar og Tyrklands vegna umsóknar Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Saddened about the loss of lives in Türkiye and Syria following the major earthquake. Our thoughts go to the victims and their loved ones. I have sent my deepest condolences to @RTErdogan. As partner of Türkiye and holder of the EU presidency, we stand ready to offer our support.— SwedishPM (@SwedishPM) February 6, 2023
Eldgos og jarðhræringar Tyrkland Sýrland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira