Stöð 2 Sport
Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Fram í Olís-deild kvenna í handbolta klukkan 13:50 áður en úrslitin í Pílukasti á Reykjavíkurleikunum verða í beinni útsendingu klukkan 19:15.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski fótboltinn og NBA-deildin í körfubolta deila sviðsljósinu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Cremonese tekur á móti Lecce klukkan 13:50 áður en Empoli sækir Roma heim klukkan 16:50. Það er svo viðureign Sassuolo og Atalanta sem lokar ítalska boltanum í dag klukkan 19:35.
Körfuboltaunnendur þurfa hins vegar að bíða fram á kvöld því bein útsending frá leik New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers hefst ekki fyrr en klukkan 23:00.
Stöð 2 Sport 4
Magical Kenya Ladies Open á LET-mótaröðinni í golfi heldur áfram á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 12:30.
Stöð 2 Sport 5
Íslenska knattspyrnusumarið er handan við hornið og Keflavík tekur á móti KA í riðli fjögur A-deildar í Lengjubikar karla klukkan 13:50.
Stöð 2 eSport
Úrslitin ráðast í tveimur leikjum í rafíþróttahluta Reykjavíkurleikanna í dag. Klukkan 13:00 hefst bein útsending frá úrslitunum í Super Smash Bros. Ultimate og klukkan 17:00 er komið að úrslitunum í Valorant.