Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 08:01 Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir eiga von á þríburum. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni. Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét. Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig; þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Eins og mörg önnur samkynja pör leituðu þær til frjósemisklíníkurinnar Livio. Og tæknifrjóvgun bar árangur í fyrstu tilraun; Ástrós varð ólétt. Í snemmsónar fengu þær svo staðfest að fóstrin væru tvö - merkilegar fréttir út af fyrir sig. En í næstu skoðun dró til enn merkari tíðinda.´ „Og það var mjög löng skoðun. Það voru vissulega tvö börn þarna en það var eitthvað að trufla hana,“ segir Margrét. „Svo heldur hún áfram að skoða, að okkur fannst í heila eilífið. Og við vorum bara: Hvað er hún að skoða? Og ég spyr þá: Þau eru örugglega bara tvö en ekki þrjú? Bara algjörlega út í loftið. Og ég fæ bara ekkert svar. Og hún segir svo að hún geti ekki svarað mér alveg strax,“ segir Ástrós. Margrét og Ástrós kynntust árið 2020 og hafa verið saman síðan.úr einkasafni Ráfaði um Kringluna í sjokki Og á endanum blöstu þrjú fóstur við þeim á skjánum. Eineggja þríburar. „Ég bara starði út í loftið og eiginlega bara hló. Svo horfi ég á Ástrós og ég verð bara eiginlega stjörf,“ segir Margrét. Ástrós grípur boltann: „Það fer eiginlega ekkert í gegnum hugann nema bara hvað þetta er eitthvað súrrealískt.“ „Ástrós þurfti að fara í vinnuna eftir þennan sónar og ég fór í Kringluna og ég bara ráfaði um. Ég var ekki búin að segja neinum frá þessu en við sögðum mömmum okkar vissulega. En ég bara ráfaði um. Ég var næstum búin að segja konunni í Lindex að ég ætti von á þríburum, bara til að segja einhverjum frá þessu,“ segir Margrét. Það er ekki um að villast. Þau eru þrjú!úr einkasafni Ótrúleg viðbrögð aðstandenda Svo kom að því að færa fjölskyldu og vinum fréttirnar. Afar skemmtilegt verkefni, segja hinar verðandi mæður, enda einkennast viðbrögðin yfirleitt af mikilli undrun. Skrautleg viðbrögð vinkvenna og foreldra má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Þríburar eru enda ákaflega sjaldgæfir. Átta sett af þríburum fæddust hér á landi árin 2012-2021 og meðaltalið frá aldamótum er um ein þríburafæðing á ári. „Þetta er svolítið svona one in a million höldum við,“ segir Ástrós. „Við reyndum að finna einhverja tölfræði og þetta er bara það lítið í rannsóknum að það er veit eiginlega enginn nákvæmlega um líkurnar. Við sáum einhverjar tölu um einn á móti tvö hundruð milljónum en vitum svosem ekkert hvað er til í því,“ segir Margrét. Grafík/hjalti freyr Þríburarnir eru væntanlegir seint í vor og Ástrós því um hálfnuð með meðgönguna. „Svo er þetta náttúrulega hááhættumeðganga en það lítur allt vel út og við höfum ekki fengið neina ástæða til að ætla annað en þetta sé allt í góðu lagi,“ segir Ástrós. „Og við ákváðum það eiginlega strax að við ætluðum ekki að eyða orku í að hafa einhverjar áhyggjur heldur bara að vera spenntar eins og við erum. Og takast svo bara á við það ef eitthvað kemur upp á,“ segir Margrét.
Börn og uppeldi Frjósemi Reykjavík Barnalán Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira