Mate skýtur á Valsara: Veit ekki á hvaða vegferð þeir eru Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 2. febrúar 2023 22:54 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum. Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum.
Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35