Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2023 22:31 Svanfríður Jónasdóttir fyrir utan heimili sitt á Dalvík. Beint fyrir framan húsið er lögreglustöðin í Ennis, sem raunar er pósthúsið á Dalvík. Vísir/Tryggvi Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“ Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Um er að ræða fjórðu þáttaröð þáttanna vinsælu. Í þetta skiptið leikur stórleikkonan Jodie Foster aðalhlutverkið, rannsóknarlögreglukonuna Liz Danvers, og er hún væntanleg til Dalvíkur. Dalvík verður í gervi lítils bæjar í Alaska-ríki Bandaríkjanna. Stutt myndskeið úr þáttunum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, auk heimsóknar fréttamanns á tökustað. Klippa: Dalvík verður Ennis Á Dalvík er nú verið að breyta aðalgötu bæjarins í heila leikmynd. Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, býr beint á móti pósthúsinu á Dalvík, sem er lögreglustöðin í Ennis. Þú ert í hringiðinni, þú átt heima hérna í miðri leikmynd. Hvernig er það? „Það hefur nú verið frekar ónæðissamt en ég er ekki að kvarta því það hefur líka verið skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir Svanfríður. Búið er að klæða hús hennar að utan og byrgja gluggana sem snúa að leikmyndinni. Svanfríður lætur það hins vegar ekki angra sig. „Það er náttúrulega mjög áhugavert að horfa á miklar breytingar verða á þessu svæði. Þetta er aðalgatan í gegnum þennan Alaska-bæ sem heitir Ennis. Hér hefur mikið action verið í gangi. Það er búið að setja hér upp rafmagnsstaura eins og voru í gamla daga. Jólaskreytingar því þetta á að gerast um jól. Það er komnar nýjar merkingar, það er búið að klæða húsið mitt af að hluta. Það eru alls konar hlutir í gangi sem er mjög gaman að fylgjast með,“ segir hún. Eins og sjá má í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur ýmsum skiltum verið komið fyrir við Hafnarbraut, sem heitir reyndar Front Street í þáttunum. Ýmsum skiltum hefur verið komið fyrir, meðal annars þetta, sem auglýsir steikarkvöld á fimmtudögum.Vísir/Tryggvi Og ekki er annað að skilja en að Dalvíkingar séu spenntir fyrir því að vera í hringiðu Hollywood „Ég heyri nú mest í konunum sem ég er að synda með á morgnana. Ég heyri ekki betur en að þeim finnist þetta mjög spennandi. Ég er alltaf spurð, hvað er að gerast í Ennis, og ég reyni að svara því skilmerkilega,“ segir Svanfríður. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar er ánægð með athyglina á bænum. „Það er bara mjög skemmtileg. Ég hlakka eiginlega meira til að sjá hvernig þetta kemur út í þáttunum sjálfum. Þá er náttúrulega óskaplega gaman að hafa séð þetta byggt upp frá grunni og fylgst með því, alveg frá fyrsta degi.“
Dalvíkurbyggð Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira