Halldór með silfur á X-Games þrettán árum eftir gullið Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2023 10:31 Halldór Helgason sýndi frábær tilþrif í Aspen um helgina. Skjáskot/Youtube Þrettán árum eftir að hann vann gullverðlaun á X-Games í Aspen náði snjóbrettakappinn Halldór Helgason að tryggja sér önnur verðlaun á leikunum í gær. Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur. Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, en í gær keppti hann í Knuckle Huck og vann til silfurverðlauna. Hér að neðan má sjá eitt af stökkum Halldórs og helstu tilþrif verðlaunahafanna en neðst í greininni er keppnin í heild. View this post on Instagram A post shared by X Games (@xgames) Lýsendur keppninnar lofuðu tilþrif Halldórs og grínuðust með það að líklega væri þetta allt að þakka þykku og glæsilegu yfirvaraskeggi Eyfirðingsins, og því að hann væri pabbi. Halldór tjáði sig stuttlega á Instagram eftir keppnina og sagði hana hafa farið betur en hann hefði búist við. Norðmaðurinn Marcus Kleveland vann sigur í Knuckle Huck keppninni og kórónaði þar með frábæra helgi hjá sér en hann vann tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun. Bandaríkjamaðurinn Dusty Henricksen, sem vann Knuckle Huck árið 2020, kom svo næstur á eftir Halldóri í keppninni í gær og hlaut bronsverðlaun. „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ sagði Eiríkur Helgason snjóbrettakappi og bróðir Halldórs í Íslandi í dag á dögunum. Þeir reka í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Bræðurnir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Umfjöllun Ísland í dag má sjá að neðan eftir rúmar tólf mínútur.
Snjóbrettaíþróttir Tengdar fréttir Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Sjá meira
Renndi sér niður af þaki framhaldsskólans Sýnt var frá því í Íslandi í dag þegar breski snjóbrettakappinn Sparrow Knox gerði atlögu að því að renna sér niður handrið á tiltölulega nýrri skólabyggingu Framhaldsskólans í Mosfellsbæ á mánudaginn var. Hefst á mínútu tólf í innslaginu hér að ofan. 24. janúar 2023 08:57