LeBron er með bestu íþróttamönnum samtímans og er þekkt að treyjur sem hann hefur spilað í séu seldar á morðfjár. Engin kemst þó nálægt þessari sölu. Um er að ræða sexfald hærra verð en hefur nokkurn tímann verið borgað fyrir treyju sem hann hefur klæðst.
Treyjan var seld á uppboði hjá Sothebys, elsta uppboðshúsi heims. Ekki kemur fram hver keypti hana eða hver átti hana áður.
LeBron's game-worn 2013 NBA Finals Game 7 jersey sold for $3.7M, per @Sothebys
— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2023
The jersey sold for nearly SIX TIMES more than the previous record of a game-worn LeBron jersey pic.twitter.com/e4XH4AduCT
Árið 2013 vann LeBron sinn annan NBA titil á ferlinum en Heat varð einnig meistari árið á undan. Síðan þá hefur hann bætt við tveimur titlum í safnið, einum með Cleveland Cavaliers árið 2016 og svo Los Angeles Lakers fjórum árum síðar.