NBA: Reiður Embiid sýndi hvað í sér býr, aftur tapaði Lakers fyrir Boston í framlengdum leik og Nets eiga New York Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 10:31 Embiid kom, sá, skoraði 47 stig og sigraði. Mitchell Leff/Getty Images Fjölmargir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Þar ber helst að nefna sigur Philadelphia 76ers á Denver Nuggets, sigur Boston Celtics á Los Angeles Lakers í framlengdum leik og sigur Brooklyn Nets á New York Knicks. Joel Embiid verður ekki meðal þeirra 10 leikmanna sem byrja stjörnuleik NBA deildarinnar í ár og virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á kauða. Hann átti hreint út sagt magnaðan leik þegar 76ers vann sjö stiga sigur á Nikola Jokić og félögum í Nuggets. Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Embiid og vini hans þar sem Denver var 15 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 58-73. Í síðari hálfleik gekk hins vegar allt upp og Philadelphia vann leikinn 126-119. Embiid var langstigahæstur á vellinum með 47 stig en hann tók einnig 18 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. James Harden kom þar á eftir með 17 stig, 13 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Denver skoraði Jokić 24 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jamal Murray kom þar á eftir með 22 stig. 47 points18 rebounds5 assists3 steals2 blocksJoel Embiid put on a MONSTER performance in the Sixers W. #NBARivalsWeek pic.twitter.com/TiXwFAFsZE— NBA (@NBA) January 28, 2023 Nets og Knicks mættust svo í baráttunni um Stóra eplið. Kevin Durant var enn frá vegna meiðsla og þá tapaði liðið fyrir Detroit Pistons í leiknum á undan þessum. Knicks hefur hugsað sér gott til glóðarinnar. Það voru hins vegar Nets sem byrjuðu betur og voru á endanum 13 stigum yfir í hálfleik. Lagði það grunninn að sigri liðsins en það fór svo að Nets vann með sjö stiga mun, 122-115. NETS WIN pic.twitter.com/GdnDUn7Fr6— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Kyrie Irving var að sjálfsögðu stigahæstur í Nets með 32 stig, þetta var sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 30 stig eða meira. Kyrie gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þeir leikmenn Nets sem tóku þátt í leiknum komust allir á blað og allir skoruðu 5 stig eða meira. Hjá Knicks var Jalen Brunson stigahæstur með 26 stig. Þar á eftir kom RJ Barrett með 24 stig á meðan Julius Randle skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. 20+ points in the fourth... AGAIN. pic.twitter.com/RHwYiChiXi— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Gömlu fjendurnir Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust í Boston. Heimaliðið hafði tapað þremur leikjum í röð á meðan Anthony Davis er mættur aftur í lið Lakers sem lætur sig dreyma um að komast allavega í umspilið um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma er Boston að passa sig að missa ekki toppsætið í Austurdeildinni. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda og taphrina Boston greinilega haft áhrif á sjálfstraust liðsins. Spennan var gríðarleg undir lok leiks en Lakers var þremur stigum yfir þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Lakers hafa átt í vandræðum með að loka leikjum allt tímabilið og það kom í bakið á þeim í nótt. Al Horford átti ömurlegt þriggja stiga skot en Jaylen Brown náði frákastinu, setti boltann ofan í ásamt því að fá vítaskot til að jafna leikinn – sem hann og gerði. Atvikið sem um er ræðir.Maddie Meyer/Getty Images LeBron James fékk tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Jayson Tatum sló í hendina á LeBron er hann keyrði að körfunni, skotið geigaði og ekkert dæmt. Staðan því 105-105 þegar venjulegur leiktími rann út og það þýðir aðeins eitt, framlenging. Þar reyndust Boston sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, 125-121. Er þetta annar leikur liðanna sem fer í framlengingu á leiktíðinni og í bæði skiptin hefur Boston unnið. Brown var stigahæstur í liði Celtics með 37 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Tatum skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Þá skaut Malcolm Brogdon upp kollinum með 26 stig. 37 PTS 9 REB 3 ASTJaylen Brown showed out in the Celtics W. pic.twitter.com/XA8U7W8Rkd— NBA (@NBA) January 29, 2023 Hjá Lakers var LeBron með 41 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Davis skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. LeBron tonight:41 points9 rebounds8 assists6 threes117 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/YjfVdotVHr— NBA (@NBA) January 29, 2023 Önnur úrslit Orlando Magic 109 – 128 Chicago BullsDetroit Pistons 90 – 85 Houston RocketsAtlanta Hawks 113 - 120 LA ClippersNew Orleans Pelicans 103 – 113 Washington WizardsSan Antonio Spurs 118 – 128 Phoenix Suns [Framlenging]Minnesota Timberwolves 117 – 110 Sacramento KingsUtah Jazz 108 – 100 Dallas MavericksPortland Trail Blazers 105 – 123 Toronto Raptors A look at the updated NBA standings https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/pOg3zPkkZd— NBA (@NBA) January 29, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Joel Embiid verður ekki meðal þeirra 10 leikmanna sem byrja stjörnuleik NBA deildarinnar í ár og virðist sem það hafi farið fyrir brjóstið á kauða. Hann átti hreint út sagt magnaðan leik þegar 76ers vann sjö stiga sigur á Nikola Jokić og félögum í Nuggets. Það byrjaði hins vegar ekki vel fyrir Embiid og vini hans þar sem Denver var 15 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 58-73. Í síðari hálfleik gekk hins vegar allt upp og Philadelphia vann leikinn 126-119. Embiid var langstigahæstur á vellinum með 47 stig en hann tók einnig 18 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. James Harden kom þar á eftir með 17 stig, 13 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Denver skoraði Jokić 24 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Jamal Murray kom þar á eftir með 22 stig. 47 points18 rebounds5 assists3 steals2 blocksJoel Embiid put on a MONSTER performance in the Sixers W. #NBARivalsWeek pic.twitter.com/TiXwFAFsZE— NBA (@NBA) January 28, 2023 Nets og Knicks mættust svo í baráttunni um Stóra eplið. Kevin Durant var enn frá vegna meiðsla og þá tapaði liðið fyrir Detroit Pistons í leiknum á undan þessum. Knicks hefur hugsað sér gott til glóðarinnar. Það voru hins vegar Nets sem byrjuðu betur og voru á endanum 13 stigum yfir í hálfleik. Lagði það grunninn að sigri liðsins en það fór svo að Nets vann með sjö stiga mun, 122-115. NETS WIN pic.twitter.com/GdnDUn7Fr6— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Kyrie Irving var að sjálfsögðu stigahæstur í Nets með 32 stig, þetta var sjötti leikurinn í röð sem hann skorar 30 stig eða meira. Kyrie gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þeir leikmenn Nets sem tóku þátt í leiknum komust allir á blað og allir skoruðu 5 stig eða meira. Hjá Knicks var Jalen Brunson stigahæstur með 26 stig. Þar á eftir kom RJ Barrett með 24 stig á meðan Julius Randle skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. 20+ points in the fourth... AGAIN. pic.twitter.com/RHwYiChiXi— Brooklyn Nets (@BrooklynNets) January 29, 2023 Gömlu fjendurnir Boston Celtics og Los Angeles Lakers mættust í Boston. Heimaliðið hafði tapað þremur leikjum í röð á meðan Anthony Davis er mættur aftur í lið Lakers sem lætur sig dreyma um að komast allavega í umspilið um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma er Boston að passa sig að missa ekki toppsætið í Austurdeildinni. Leikurinn var mjög jafn frá upphafi til enda og taphrina Boston greinilega haft áhrif á sjálfstraust liðsins. Spennan var gríðarleg undir lok leiks en Lakers var þremur stigum yfir þegar tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Lakers hafa átt í vandræðum með að loka leikjum allt tímabilið og það kom í bakið á þeim í nótt. Al Horford átti ömurlegt þriggja stiga skot en Jaylen Brown náði frákastinu, setti boltann ofan í ásamt því að fá vítaskot til að jafna leikinn – sem hann og gerði. Atvikið sem um er ræðir.Maddie Meyer/Getty Images LeBron James fékk tækifæri til að vinna leikinn í blálokin en Jayson Tatum sló í hendina á LeBron er hann keyrði að körfunni, skotið geigaði og ekkert dæmt. Staðan því 105-105 þegar venjulegur leiktími rann út og það þýðir aðeins eitt, framlenging. Þar reyndust Boston sterkari og unnu á endanum fjögurra stiga sigur, 125-121. Er þetta annar leikur liðanna sem fer í framlengingu á leiktíðinni og í bæði skiptin hefur Boston unnið. Brown var stigahæstur í liði Celtics með 37 stig ásamt því að taka 9 fráköst. Tatum skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Þá skaut Malcolm Brogdon upp kollinum með 26 stig. 37 PTS 9 REB 3 ASTJaylen Brown showed out in the Celtics W. pic.twitter.com/XA8U7W8Rkd— NBA (@NBA) January 29, 2023 Hjá Lakers var LeBron með 41 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Davis skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. LeBron tonight:41 points9 rebounds8 assists6 threes117 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/YjfVdotVHr— NBA (@NBA) January 29, 2023 Önnur úrslit Orlando Magic 109 – 128 Chicago BullsDetroit Pistons 90 – 85 Houston RocketsAtlanta Hawks 113 - 120 LA ClippersNew Orleans Pelicans 103 – 113 Washington WizardsSan Antonio Spurs 118 – 128 Phoenix Suns [Framlenging]Minnesota Timberwolves 117 – 110 Sacramento KingsUtah Jazz 108 – 100 Dallas MavericksPortland Trail Blazers 105 – 123 Toronto Raptors A look at the updated NBA standings https://t.co/6FlAliik3X pic.twitter.com/pOg3zPkkZd— NBA (@NBA) January 29, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum