Hamingjan er það sem allir sækjast eftir Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hamingjan er það sem allir sækjast eftir, en hvernig skilgreinum við hamingjuna? Ég hef aldeilis ekkert einhliða svar við því. Umræðan og auglýsingarnar á öllum fréttamiðlum snýst um að höndla hamingjuna með einum eða öðrum hætti. Kynlíf og peningar virðast vera stærsti þátturinn og til að kynlífið verði gott þurfum við að hafa fallegan líkama. Til þess að hafa fallegan líkama þurfum við að eyða miklum peningum og miklu meiri en flest okkar eiga. Við þurfum líka að hugsa um sálina eða andlegu hliðina og vera hamingjusöm. Skrifa um það á netmiðlum og sýna myndir af okkur með öllum vinunum og í félagslegum viðburðum og gjarnan að sýna myndir af tánum á Tene. Þá er best að hafa þær allar tíu með, og gjarnan fleiri tær til að enginn haldi að við séum alein og einmana. Sólin á Tenerife er kannski ókeypis fyrir þá sem búa þar, en ekki fyrir okkur hin sem borgum fyrir að koma þangað. Fjölmiðlar tröllríða lífi okkar í dag og þá ekki síst netmiðlar. Við fáum fréttir alls staðar úr heiminum á augabragði og náum ekki að melta þær. Umræðan snýst oft um eitthvað sem ekki skiptir máli og ég fór ekki varhluta af að verða vör við umræðuna um fiskarana. Fiskari, bakari, sæðari, ræðari, fræðari, kennari, agari og gagari. Stjórnmálamenn blönduðu sér í málið sem var ekki um neitt. Allir höfðu skoðun og þessa daga sem ég var á Íslandi núna í janúar fannst mér eins og íslenskri þjóð fyndist sér ógnað á einhvern hátt. Það er eitthvað meira á bak við það en hvort fiskimaður verður fiskari. Fyrir mér er ekki fiskimaður orð sem mikið er notað, helst að ég muni eftir fiskimönnunum í Galíleuvatni sem urðu lærisveinar Jesú. Boðskapur Biblíunnar myndi ekki breytast neitt sérstaklega þó það yrði talað um fiskarana í Galíleu. Við fáum líka að fylgjast með þekktu fólki sem við viljum helst líta upp til. Ég hef nákvæmlega engan áhuga á íþróttum og fylgist aldrei með íþróttamönnum. Ég þekki kannski frægustu leikara og tónlistarmenn og svo að sjálfsögðu kóngafólkið í Evrópu og þá kannski mest þau bresku. Eru þau hamingjusöm? Ja það er nú hægt að ætlast til þess að þau séu það með alla peningana sem þau geta notað í að líta sem best út. Við höfum einhvers konar gægjuþörf og fylgjumst með hvað þau borða og hvernig nefið á þeim snýr þegar myndir nást af þeim. T.d. sá ég fyrirsögn þar sem stóð að Harry hefði ekki fengið eins margar pylsur á morgnana og William. Harry litla var sagt að William þyrfti fleiri pylsur því hann yrði kóngur. Ég las að sjálfsögðu greinina því fyrirsögnin var svo athyglisverð. Ég las líka um Harry þegar hann var í fremstu línu í Afghanistan og drap 25 manns. Mér finnst harla ótrúlegt að breskur prins hafi verið í fremstu línu og náð að telja 25 manns sem hann skaut niður. Ég efast svo sem ekki um að hann kunni að telja. Ég veit að ef ég hefði skotið fjölda manns hefði ég verið afar óhamingjusöm og meira en út af nokkrum pylsum. Ég er ekki sérfræðingur í hamingju, en ég velti fyrir mér af hverju við erum svona upptekin af eigin hamingju og mögulegri óhamingju einhverra útvaldra. Það getur enginn upplifað hamingju sem ekki veit hvað óhamingja er. Ég vil gjarnan sjá myndir af prinsum og prinsessum sem líta vel út, í fallegum fötum með falleg börn sér við hlið. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á tánum á þeim, en get ekki stillt mig um að fylgjast með erjum þeirra. Bræður hafa barist, og bræður munu berjast. Síðast þegar ég heimsótti dóttur mína og hennar fjölskyldu komu barnabörnin hlaupandi á móti mér og kölluðu AMMA. Þá fann ég innilega hamingjukennd. Höfundur er dósent í menntunarfræðum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun