Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 09:00 Ragnar Ágúst er maður orða sinna. Skjáskot/Björgvin Rúnar Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot. Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“ Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“
Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira