Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 17:45 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Fyrr í mánuðnum greindi Heimildin frá því að leikmaður Aftureldingar, sem leikur í Lengjudeildinni, hefði sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. Ljóst er að um klárt brot á regluverki KSÍ er að ræða. Í lögum sambandsins segir að leikmönnum sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Nú hefur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmt í máli Sigurðar Gísla. Á vef KSÍ segir: „Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla ... Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.“ „Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023. https://t.co/sXCUsiy4Mu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 27, 2023 „Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“ Því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða Sigurð Gísla í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, það er frá 1. febrúar til 15. nóvember. Sigurður Gísli tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Dr. Football eftir að það komst upp um hann. Hann sagði það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Hér má lesa úrskurð aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í heild sinni. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Afturelding KSÍ Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Fyrr í mánuðnum greindi Heimildin frá því að leikmaður Aftureldingar, sem leikur í Lengjudeildinni, hefði sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. Ljóst er að um klárt brot á regluverki KSÍ er að ræða. Í lögum sambandsins segir að leikmönnum sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Nú hefur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmt í máli Sigurðar Gísla. Á vef KSÍ segir: „Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla ... Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.“ „Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023. https://t.co/sXCUsiy4Mu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 27, 2023 „Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“ Því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða Sigurð Gísla í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, það er frá 1. febrúar til 15. nóvember. Sigurður Gísli tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Dr. Football eftir að það komst upp um hann. Hann sagði það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Hér má lesa úrskurð aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í heild sinni.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Afturelding KSÍ Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira