„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 16:51 Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar. Körfubolti Haukar Dans Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar.
Körfubolti Haukar Dans Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning