„Þetta breytir algjörlega sýn manns á lífið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. janúar 2023 11:00 Rúrik Gíslason hefur síðustu fjögur ár gegnt hlutverki velgjörðarherra SOS Barnaþorpa. Getty/Rosdiana Ciaravolo Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna. Nú á dögunum afhenti Rúrik samtökunum styrk upp á rúma eina og hálfa milljón króna. Styrkurinn var verðlaunafé sem Rúrik hafði unnið í sérstökum jólaþætti af þýsku sjónvarpsþáttaröðinni Let's Dance. Rúrik sigraði dansþættina Let's Dance eftirminnilega árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Gaf 2,2 milljónir til samtakanna á síðasta ári Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rúrik lætur verðlaunafé sitt úr sjónvarpsþáttum renna til SOS því árið 2022 barst samtökunum um 2,2 milljónir króna frá þýskum sjónvarpsstöðvum. Þar var um að ræða fjárhæðir sem Rúrik hafði unnið sér inn í spurninga- og þrautaþáttum. Hér að neðan má sjá brot úr þrautaþættinum Hirschhausens Quiz des Menschen. Þar fékk Rúrik það vandasama verkefni að spila lagið Seven Nation Army á flöskur. Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist betur en svo að hann braut eina flöskuna, vann Rúrik 1,6 milljónir króna í þættinum, sem hann lét að sjálfsögðu renna til SOS Barnaþorpa. Áhrifamikið ferðalag til Malaví Á þeim fjórum árum sem Rúrik hefur starfað með SOS Barnaþorpum hefur hann meðal annars fengið tækifæri til þess að ferðast til Malaví í Afríku, þar sem hann fékk að kynnast starfi SOS með eigin augum. Þar segist hann hafa lært afar margt og öðlast nýja sýn á lífið. „Það var ótrúlega lærdómsríkt, að fá að vinna svona með fólki sem er búið að helga lífi sínu þessu,“ segir Rúrik í samtali við Vísi. „Þetta breytir algjörlega sýn manns á lífið. Stundum þarf maður að minna sig á það að vera þakklátari fyrir það sem maður hefur.“ Rúrik ferðaðist til Malaví á síðasta ári, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, athafnamanni og mági sínum. Eftir ferðalagið gáfu þeir út heimildarmyndina Rúrik og Jói í Malaví. Í kjölfarið fjölgaði nýskráðum styrktarforeldrum SOS á Íslandi um rúmlega fjögur hundruð manns. „Það er svolítið magnað að land eins og Ísland, eins fá og við erum, að við séum það land í heiminum sem erum með mesta aukningu á styrktarforeldrum í heiminum. Mér finnst það alveg magnað og mig langar að þakka fyrir það,“ segir Rúrik. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) Danshæfileikarnir komu honum sjálfum á óvart Það vakti gríðarlega athygli þegar Rúrik reimaði á sig dansskónna árið 2021 eftir að hafa lagt fótboltaskóna á hilluna. Frammistaða hans í þýsku dansþáttunum Let's Dance kom öllum á óvart. Danssérfræðingurinn Jóhann Gunnar Arnarson hafði meðal annars orð á því að Rúrik væri einn besti karldansari sem hann hefði nokkurn tímann séð í svona þáttum. Rúrik segist ekki vita hvaðan danshæfileikarnir koma, þeir hafi komið honum sjálfum á óvart. „Þetta er bara eins og með allt sem ég geri, ég fór bara all in. Um leið og ég vissi hvaða dans ég væri að fara dansa þá eyddi ég klukkutímum á YouTube að kynna mér dansinn. Svo voru náttúrlega bara þrotlausar æfingar fram að þættinum. Ég hafði fyrst og fremst bara mjög gaman að þessu. Þetta er að mörgu leyti svolítið öðruvísi heimur en fótboltaheimurinn.“ „Fótboltaheimurinn snýst um að sýna engar tilfinningar, á meðan dansinn snýst um að sýna allar tilfinningar í heiminum.“ View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) Landaði sínu stærsta hlutverki til þessa Eftir þátttöku hans í þáttunum segist Rúrik hafa kynnst nýrri hlið á sjálfum sér. Hann fann hve mikið hann naut þess að koma fram. Síðan þá hefur hann prófað sig áfram í dansi, söng og leiklist. Hann hefur gefið út lag, tekið þátt í söngþættinum The Masked Singer og leikið í kvikmyndinni Leynilöggu svo eitthvað sé nefnt. Hann tekur nýjum áskorunum fagnandi og er óhræddur við að ögra bæði sjálfum sér og öðrum. „Ég er ekkert hræddur við að segja já og takast á við nýjar áskoranir. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér líka stundum dálítið gaman að stuða fólk. Það er svo algengt í fólki að finnast alls konar asnalegt og það má eiginlega enginn vera neitt öðruvísi. Þannig mér finnst svolítið gaman að stuða fólk og taka að mér verkefni sem gætu að einhverra mati verið asnaleg.“ Það er óhætt að segja að næsta verkefni Rúriks sé í stærri kantinum. Hann er að fara að leika í kvikmynd á vegum kvikmyndarisans Universal. Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni og getur Rúrik því lítið tjáð sig. „Þetta er alveg lang, langstærsta hlutverk sem ég hef landað,“ segir Rúrik að lokum, fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Íslendingar erlendis Hjálparstarf Dans Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. 24. ágúst 2022 16:21 Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví „Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. 28. janúar 2022 10:20 Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum. 28. maí 2021 23:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Nú á dögunum afhenti Rúrik samtökunum styrk upp á rúma eina og hálfa milljón króna. Styrkurinn var verðlaunafé sem Rúrik hafði unnið í sérstökum jólaþætti af þýsku sjónvarpsþáttaröðinni Let's Dance. Rúrik sigraði dansþættina Let's Dance eftirminnilega árið 2021, ásamt dansfélaga sínum Renötu Lusin. Gaf 2,2 milljónir til samtakanna á síðasta ári Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rúrik lætur verðlaunafé sitt úr sjónvarpsþáttum renna til SOS því árið 2022 barst samtökunum um 2,2 milljónir króna frá þýskum sjónvarpsstöðvum. Þar var um að ræða fjárhæðir sem Rúrik hafði unnið sér inn í spurninga- og þrautaþáttum. Hér að neðan má sjá brot úr þrautaþættinum Hirschhausens Quiz des Menschen. Þar fékk Rúrik það vandasama verkefni að spila lagið Seven Nation Army á flöskur. Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist betur en svo að hann braut eina flöskuna, vann Rúrik 1,6 milljónir króna í þættinum, sem hann lét að sjálfsögðu renna til SOS Barnaþorpa. Áhrifamikið ferðalag til Malaví Á þeim fjórum árum sem Rúrik hefur starfað með SOS Barnaþorpum hefur hann meðal annars fengið tækifæri til þess að ferðast til Malaví í Afríku, þar sem hann fékk að kynnast starfi SOS með eigin augum. Þar segist hann hafa lært afar margt og öðlast nýja sýn á lífið. „Það var ótrúlega lærdómsríkt, að fá að vinna svona með fólki sem er búið að helga lífi sínu þessu,“ segir Rúrik í samtali við Vísi. „Þetta breytir algjörlega sýn manns á lífið. Stundum þarf maður að minna sig á það að vera þakklátari fyrir það sem maður hefur.“ Rúrik ferðaðist til Malaví á síðasta ári, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, athafnamanni og mági sínum. Eftir ferðalagið gáfu þeir út heimildarmyndina Rúrik og Jói í Malaví. Í kjölfarið fjölgaði nýskráðum styrktarforeldrum SOS á Íslandi um rúmlega fjögur hundruð manns. „Það er svolítið magnað að land eins og Ísland, eins fá og við erum, að við séum það land í heiminum sem erum með mesta aukningu á styrktarforeldrum í heiminum. Mér finnst það alveg magnað og mig langar að þakka fyrir það,“ segir Rúrik. View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) Danshæfileikarnir komu honum sjálfum á óvart Það vakti gríðarlega athygli þegar Rúrik reimaði á sig dansskónna árið 2021 eftir að hafa lagt fótboltaskóna á hilluna. Frammistaða hans í þýsku dansþáttunum Let's Dance kom öllum á óvart. Danssérfræðingurinn Jóhann Gunnar Arnarson hafði meðal annars orð á því að Rúrik væri einn besti karldansari sem hann hefði nokkurn tímann séð í svona þáttum. Rúrik segist ekki vita hvaðan danshæfileikarnir koma, þeir hafi komið honum sjálfum á óvart. „Þetta er bara eins og með allt sem ég geri, ég fór bara all in. Um leið og ég vissi hvaða dans ég væri að fara dansa þá eyddi ég klukkutímum á YouTube að kynna mér dansinn. Svo voru náttúrlega bara þrotlausar æfingar fram að þættinum. Ég hafði fyrst og fremst bara mjög gaman að þessu. Þetta er að mörgu leyti svolítið öðruvísi heimur en fótboltaheimurinn.“ „Fótboltaheimurinn snýst um að sýna engar tilfinningar, á meðan dansinn snýst um að sýna allar tilfinningar í heiminum.“ View this post on Instagram A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) Landaði sínu stærsta hlutverki til þessa Eftir þátttöku hans í þáttunum segist Rúrik hafa kynnst nýrri hlið á sjálfum sér. Hann fann hve mikið hann naut þess að koma fram. Síðan þá hefur hann prófað sig áfram í dansi, söng og leiklist. Hann hefur gefið út lag, tekið þátt í söngþættinum The Masked Singer og leikið í kvikmyndinni Leynilöggu svo eitthvað sé nefnt. Hann tekur nýjum áskorunum fagnandi og er óhræddur við að ögra bæði sjálfum sér og öðrum. „Ég er ekkert hræddur við að segja já og takast á við nýjar áskoranir. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér líka stundum dálítið gaman að stuða fólk. Það er svo algengt í fólki að finnast alls konar asnalegt og það má eiginlega enginn vera neitt öðruvísi. Þannig mér finnst svolítið gaman að stuða fólk og taka að mér verkefni sem gætu að einhverra mati verið asnaleg.“ Það er óhætt að segja að næsta verkefni Rúriks sé í stærri kantinum. Hann er að fara að leika í kvikmynd á vegum kvikmyndarisans Universal. Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni og getur Rúrik því lítið tjáð sig. „Þetta er alveg lang, langstærsta hlutverk sem ég hef landað,“ segir Rúrik að lokum, fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Íslendingar erlendis Hjálparstarf Dans Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. 24. ágúst 2022 16:21 Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06 Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví „Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. 28. janúar 2022 10:20 Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum. 28. maí 2021 23:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Það eru ekki bara æfingarnar sem eru harðar“ Fyrrum fótboltastjarnan Rúrik Gíslason er duglegur að birta myndir af lífi sínu og leik á Instagram en nóg virðist vera að gera hjá honum í módelstörfum, tónlist og ýmiskonar verkefnum. 24. ágúst 2022 16:21
Rúrik var syngjandi górilla í Þýskalandi Rúrik Gíslason tók nýlega þátt í þýsku útgáfunni af þáttunum The Masked Singer. Á Instagram-síðu sinni segist hann vera þakklátur fyrir reynsluna sem hann öðlaðist í keppninni. 26. apríl 2022 00:06
Fulltrúar SOS kynna sér árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í Malaví „Að bregða sér úr íslenska velmegunarumhverfinu og verða vitni að lífsskilyrðum þessarar fátæku þjóðar er nokkuð sem hefur breytt heimsýn okkar til frambúðar. Við vorum allir djúpt snortnir af því sem fyrir augu okkar bar í Mangochi og víðar,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. 28. janúar 2022 10:20
Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum. 28. maí 2021 23:00