Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fjölnir 72-73 | Dramatískur sigur Fjölniskvenna Stefán Snær Ágústsson skrifar 29. janúar 2023 22:00 Öflugur sigur Fjölnis í kvöld VÍSIR/BÁRA Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Fjölniskonur byrjuðu betur og leiddu í hálfleik en sterk endurkoma Blika setti spennu í leikinn þar til á lokasekúndu þegar Fjölnir náði að landa sigri með einu stigi, lokatölur 72-73. Leikurinn byrjaði hægt en þó voru það Blikar sem voru sterkari í upphafi. Tóku þær forskot á annarri mínútu þegar stjörnuleikmaður þeirra, Sanja Orozovic, setti þriggja stiga körfu. Fjölniskonur voru smeykar við að skjóta og voru enn að finna sig á vellinum með nýja leikmanninum, Brittany Dinkins. Það tók þó ekki langan tíma fyrir Dinkins að láta til sín taka, en um mið fyrsta leikhluta var hún búin að setja 7 af fyrstu 9 stigum Fjölnis í leiknum og staðan orðin jöfn. Kristjana Eir, þjálfari Fjölnis, var ófeimin við að taka leikhlé og mátti heyra óánægju hennar út í lið sitt, „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“ en þessi fyrirmæli skiluðu sér sannarlega til leikmannanna og endaði fyrsti leikhluti með hollri 8 stiga forystu Fjölnis. Annar leikhluti hófst strax þar sem þeim fyrsta lauk, Fjölnir með yfirhöndina og fleiri færi en heimakonur. Það hafði samt ekki mikil áhrif á stigamuninn í leiknum þar sem skotnýting Fjölnis datt niður og náðu þær því ekki að auka muninn verulega. Brittany Dinkins var þó dugleg að raða inn körfum og voru hlaupin hjá Shanna Dacanay erfið að stoppa. Í liði Blika var það Sanja Orozovic sem lét til sín taka og náðu heimakomur að minnka muninn í hálfleik eftir mikilvæga körfu frá Önnu Soffíu, rétt fyrir bjölluna. Skotnýting liðanna var í lægri kantinum eða 33% hjá Blikum og 36% hjá Fjölni eftir jafn mörg skot. Staðan í hálfleik, 27-33 Fjölni í vil. Seinni hálfleikur hófst og allt í einu var allt annar leikur í gangi. Liðin að spila sóknarbolta og körfur að fljúga inn. Blikar ætluðu sér að rétta úr stöðunni á heimavelli og voru ákafar í sókn. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þurfti Kristjana Eir að henda í neyðarfund á hliðarlínunni en þá voru Blikakonur búnar að minnka muninn í þrjú stig. „Við þurfum að vera miklu ákveðnari, þessar sendingar eru aumar“ lét hún liðið sitt heyra það með nokkrum blótsyrðum inn á milli. Skilaboðin skiluðu sér til Brittany Dinkins sem fór beint í sókn og setti tvist, en þó var enn stemning Blikamegin. Blikar keyrðu upp skotnýtingu sína og var hún komin í 50% undir lok þriðja leikhluta, ekki slæmt miðað við að hún stóð í 33% í hálfleik. Sanja Orozovic byrjaði verulega að láta til sín taka og réðu Fjölniskonur ekki við kraft hennar þrátt fyrir að setja tvo varnarmenn á hana. Þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta voru Blikar komnir yfir og hélst forskotið út leikhlutann. Stemningin var öll hjá Blikum sem sást skýrt þegar dómarinn flautaði til lok leikhlutans og þjálfari Blika, Jeremy Smith, kýldi loftið í fögnuði eftir að stelpurnar hans náðu að loka á sókn Fjölnis. Staðan 51-49 og heimakonur komnar yfir. Það mátti búast við spennandi loka leikhluta og stóð hann svo sannarlega undir væntingum. Fjölniskonur voru særðar eftir slakan þriðja leikhluta en voru ekki úr leik. „Það eru tíu mínútur eftir við ætlum að vinna þennan fokking leik ÁFRAM“ hrópaði Kristjana Eir til að peppa lið sitt sem virtist skila árangri og setti liðið hennar sex ósvöruð stig. Sanja Orozovic var þó óstöðvandi og stefndi allt í að hún mundi gera gæfumuninn til að landa Blikum mikilvægum sigri en eftir aðeins þrjár mínútur í fjórða leikhluta þurfti hún að fara útaf með ökklameiðsli, eftir 26 stiga leik, hæst allra á vellinum. Með sóknarstjörnu liðsins farna útaf varð allt aðeins erfiðari fyrir Blikakonur og með tvær mínútur eftir var 7 stiga munur, gestunum í vil. Fjölniskonur ákváðu að pakka í vörn og eyða tíma, „Ein og hálf mínúta eftir, verum klók, notum tímann“ sagði Kristjana Eir við lið sitt á meðan Jeremy Smith nýtti leikhléin til að stilla í kerfi, sem Blikar nýttu og allt í einu var 3 stiga munur á liðunum, 0.2 sekundur eftir og Blikar með 3 víti. Spennan var rafmögnuð en Blikar vissu að ef þær myndu nýta þessi víti yrði staðan jöfn og framlenging frammundan. Birgit Ósk fór á vítapunktinn en þurfti að bíða í rúmar tvær mínútur á meðan dómararnir ræddu um tímann á klukkunni. Kristjana Eir var sniðug, fór að rífa kjaft við dómarann og hefja umræður, sem eyddi meiri tíma og stigmagnaði pressuna á Birgit Ósk. Loks var komið að stóru stundinni en Birgit Ósk mistókst að setja fyrsta vítið og klárt var á Fjölnir myndi landa naumum sigir, lokatölur 72-73 eftir spennandi endasprett. Af hverju vann Fjölnir? Það er erfitt að segja þegar mjótt er milli liðanna hvað það var sem réði úrslitum kvöldins. Sterk byrjun Fjölnis virtist ætla að lenda þeim sigrinum en frábær endurkoma eftir hálfleik frá heimakonum setti leikinn á hliðina og var erfitt að dæma þar til á loka sekúndu hvort liðið myndi sigra. Þó það sé ljótt að segja þá voru það líklegast meiðslin hjá besta leikmanni vallarins, Sanja Orozovic, á 33. Mínútu sem réðu úrslitunum í kvöld. Var hún að setja körfur ítrekað og má telja líklegt að hún hefði haldið því áfram til leikloka. Hverjar stóðu upp úr? Sanja Orozovic sýndi enn og aftur af hverju hún er stjörnuleikmaður í liði Breiðabliks. Varnarveggur Fjölnis réð ekkert við hana og átti hún auðvelt með að keyra á tvo varnarmenn í einu og skila boltanum í körfuna en hún endaði með flest stig í leiknum, 26, ásamt því að ná 7 fráköstum og 2 stoðsendingum. Í sigurliðinu var það Shanna Dacanay sem setti svip sinn á leikinn með 14 stig og 4 stoðsendingar, en mikilvægi spilamennsku hennar er ekki bara í tölfræði heldur stjórnaði hún einnig tempó leiksins á stórum köflum. Simone Sill var sterk með 21 stig og 11 fráköst og stóð Brittany Dinkins uppúr í fyrsta leik hennar fyrir Fjölni, með 21 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Mátti heyra leiðtogahæfileika hennar um allan völl en hún kólnaði þó í seinni leikhluta, enda ekki spilað keppnisleik í marga mánuði. Hvað gekk illa? Hvorugt liðið náði að nýta yfirhöndina til að gera almennilega út um leikinn. Skotnýtingin var allt í lagi, eða 41% hjá báðum en það voru gríðarlegar sveiflur á nýtingu. Bæði liðin áttu tvo góða leikhluta með um 50% nýtingu og tvo slæma með um 30% nýtingu en liðin verða að auka stöðugleika í spilamennsku sinni ef þau ætla bæta sig. Hvað gerist næst? Fjölniskonur fara sáttar frá borði þrátt fyrir slakan seinni hálfleik eftir að hafa sett tappa á 6 leikja taphrynu en þær takast á við bikarmeistara Hauka á heimavelli í næstu umferð. Breiðablik mun taka meira úr leiknum eftir sterkan seinni hálfleik þar sem sást að liðið og bekkurinn eru samheldin og jákvæð heild og með nýjan þjálfara sem er að setja svip sinn á liðið. Þær mæta Njarðvík á útivelli í næsta leik. Mér finnst þær vera að kaupa það sem ég er að selja Jeremy Smith var svekktur en stoltur eftir naumt tap Breiðabliks í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Þetta var erfiður leikur, við gáfum allt sem við áttum svo ég er stoltur af stelpunum. Þær skildu allt eftir á vellinum í 40 mínútur og það er það eina sem ég bið um. Ég hefði viljað vera á hinni hliðinni en það er allt í góðu.“ Blikakonur voru undir í hálfleik en komu svo sterkar út úr búningsklefanum og enduðu þriðja leikhluta með forskotið, en hvað sagði Jeremy við lið sitt í hálfleik. „Ég talaði bara við stelpurnar um ferlið og hvað við erum að reyna byggja. Mér líður eins og þær séu að kaupa það en það sem við setjum á völlinn er afleiðing af því sem við æfum og hversu hart við berjumst og ég minnti þær bara á að verðlauna sig. Þær spila hart fyrir mig á hverjum degi svo leikdagur er tíminn til að verðlauna sig og skemmta sér.“ Lykilmaður Blika, Sanja Orozovic, fór meidd af velli á 33. mínútu. Hvað áhrif hafði það á leikinn? „Sanja er stór hluti af því sem við gerum og hún er frábær leikmaður svo augljóslega söknuðum við hennar en við verðum bara að halda áfram. Vonandi verður allt í lagi með hana og mun hún geta spilað næsta leik.“ Jeremy tók við liðinu um mitt tímabil, finnst honum liðið vera að bæta sig og spila eins og hann vill? „Við erum að bæta okkur en þetta er meira um þær frekar en mig. Mér finnst þær vera bæta sig, mér finnst þær vera að kaupa það sem ég er að selja.“ Blikar hafa þó tapað fimm leikjum í röð, hvað þarf að breyta eða bæta? „Við þurfum ekki að breyta neinu. Við þurfum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera og þá verður allt í lagi með okkur.“ Gott að ná loksins í sigur Kristjana Eir Jónsdóttir var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæður, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“ Subway-deild kvenna Breiðablik Fjölnir
Fjölnir vann nauman sigur á Breiðablik í botnslag 18. umferðar Subway-deildar kvenna í kvöld. Fjölniskonur byrjuðu betur og leiddu í hálfleik en sterk endurkoma Blika setti spennu í leikinn þar til á lokasekúndu þegar Fjölnir náði að landa sigri með einu stigi, lokatölur 72-73. Leikurinn byrjaði hægt en þó voru það Blikar sem voru sterkari í upphafi. Tóku þær forskot á annarri mínútu þegar stjörnuleikmaður þeirra, Sanja Orozovic, setti þriggja stiga körfu. Fjölniskonur voru smeykar við að skjóta og voru enn að finna sig á vellinum með nýja leikmanninum, Brittany Dinkins. Það tók þó ekki langan tíma fyrir Dinkins að láta til sín taka, en um mið fyrsta leikhluta var hún búin að setja 7 af fyrstu 9 stigum Fjölnis í leiknum og staðan orðin jöfn. Kristjana Eir, þjálfari Fjölnis, var ófeimin við að taka leikhlé og mátti heyra óánægju hennar út í lið sitt, „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“ en þessi fyrirmæli skiluðu sér sannarlega til leikmannanna og endaði fyrsti leikhluti með hollri 8 stiga forystu Fjölnis. Annar leikhluti hófst strax þar sem þeim fyrsta lauk, Fjölnir með yfirhöndina og fleiri færi en heimakonur. Það hafði samt ekki mikil áhrif á stigamuninn í leiknum þar sem skotnýting Fjölnis datt niður og náðu þær því ekki að auka muninn verulega. Brittany Dinkins var þó dugleg að raða inn körfum og voru hlaupin hjá Shanna Dacanay erfið að stoppa. Í liði Blika var það Sanja Orozovic sem lét til sín taka og náðu heimakomur að minnka muninn í hálfleik eftir mikilvæga körfu frá Önnu Soffíu, rétt fyrir bjölluna. Skotnýting liðanna var í lægri kantinum eða 33% hjá Blikum og 36% hjá Fjölni eftir jafn mörg skot. Staðan í hálfleik, 27-33 Fjölni í vil. Seinni hálfleikur hófst og allt í einu var allt annar leikur í gangi. Liðin að spila sóknarbolta og körfur að fljúga inn. Blikar ætluðu sér að rétta úr stöðunni á heimavelli og voru ákafar í sókn. Þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þurfti Kristjana Eir að henda í neyðarfund á hliðarlínunni en þá voru Blikakonur búnar að minnka muninn í þrjú stig. „Við þurfum að vera miklu ákveðnari, þessar sendingar eru aumar“ lét hún liðið sitt heyra það með nokkrum blótsyrðum inn á milli. Skilaboðin skiluðu sér til Brittany Dinkins sem fór beint í sókn og setti tvist, en þó var enn stemning Blikamegin. Blikar keyrðu upp skotnýtingu sína og var hún komin í 50% undir lok þriðja leikhluta, ekki slæmt miðað við að hún stóð í 33% í hálfleik. Sanja Orozovic byrjaði verulega að láta til sín taka og réðu Fjölniskonur ekki við kraft hennar þrátt fyrir að setja tvo varnarmenn á hana. Þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta voru Blikar komnir yfir og hélst forskotið út leikhlutann. Stemningin var öll hjá Blikum sem sást skýrt þegar dómarinn flautaði til lok leikhlutans og þjálfari Blika, Jeremy Smith, kýldi loftið í fögnuði eftir að stelpurnar hans náðu að loka á sókn Fjölnis. Staðan 51-49 og heimakonur komnar yfir. Það mátti búast við spennandi loka leikhluta og stóð hann svo sannarlega undir væntingum. Fjölniskonur voru særðar eftir slakan þriðja leikhluta en voru ekki úr leik. „Það eru tíu mínútur eftir við ætlum að vinna þennan fokking leik ÁFRAM“ hrópaði Kristjana Eir til að peppa lið sitt sem virtist skila árangri og setti liðið hennar sex ósvöruð stig. Sanja Orozovic var þó óstöðvandi og stefndi allt í að hún mundi gera gæfumuninn til að landa Blikum mikilvægum sigri en eftir aðeins þrjár mínútur í fjórða leikhluta þurfti hún að fara útaf með ökklameiðsli, eftir 26 stiga leik, hæst allra á vellinum. Með sóknarstjörnu liðsins farna útaf varð allt aðeins erfiðari fyrir Blikakonur og með tvær mínútur eftir var 7 stiga munur, gestunum í vil. Fjölniskonur ákváðu að pakka í vörn og eyða tíma, „Ein og hálf mínúta eftir, verum klók, notum tímann“ sagði Kristjana Eir við lið sitt á meðan Jeremy Smith nýtti leikhléin til að stilla í kerfi, sem Blikar nýttu og allt í einu var 3 stiga munur á liðunum, 0.2 sekundur eftir og Blikar með 3 víti. Spennan var rafmögnuð en Blikar vissu að ef þær myndu nýta þessi víti yrði staðan jöfn og framlenging frammundan. Birgit Ósk fór á vítapunktinn en þurfti að bíða í rúmar tvær mínútur á meðan dómararnir ræddu um tímann á klukkunni. Kristjana Eir var sniðug, fór að rífa kjaft við dómarann og hefja umræður, sem eyddi meiri tíma og stigmagnaði pressuna á Birgit Ósk. Loks var komið að stóru stundinni en Birgit Ósk mistókst að setja fyrsta vítið og klárt var á Fjölnir myndi landa naumum sigir, lokatölur 72-73 eftir spennandi endasprett. Af hverju vann Fjölnir? Það er erfitt að segja þegar mjótt er milli liðanna hvað það var sem réði úrslitum kvöldins. Sterk byrjun Fjölnis virtist ætla að lenda þeim sigrinum en frábær endurkoma eftir hálfleik frá heimakonum setti leikinn á hliðina og var erfitt að dæma þar til á loka sekúndu hvort liðið myndi sigra. Þó það sé ljótt að segja þá voru það líklegast meiðslin hjá besta leikmanni vallarins, Sanja Orozovic, á 33. Mínútu sem réðu úrslitunum í kvöld. Var hún að setja körfur ítrekað og má telja líklegt að hún hefði haldið því áfram til leikloka. Hverjar stóðu upp úr? Sanja Orozovic sýndi enn og aftur af hverju hún er stjörnuleikmaður í liði Breiðabliks. Varnarveggur Fjölnis réð ekkert við hana og átti hún auðvelt með að keyra á tvo varnarmenn í einu og skila boltanum í körfuna en hún endaði með flest stig í leiknum, 26, ásamt því að ná 7 fráköstum og 2 stoðsendingum. Í sigurliðinu var það Shanna Dacanay sem setti svip sinn á leikinn með 14 stig og 4 stoðsendingar, en mikilvægi spilamennsku hennar er ekki bara í tölfræði heldur stjórnaði hún einnig tempó leiksins á stórum köflum. Simone Sill var sterk með 21 stig og 11 fráköst og stóð Brittany Dinkins uppúr í fyrsta leik hennar fyrir Fjölni, með 21 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Mátti heyra leiðtogahæfileika hennar um allan völl en hún kólnaði þó í seinni leikhluta, enda ekki spilað keppnisleik í marga mánuði. Hvað gekk illa? Hvorugt liðið náði að nýta yfirhöndina til að gera almennilega út um leikinn. Skotnýtingin var allt í lagi, eða 41% hjá báðum en það voru gríðarlegar sveiflur á nýtingu. Bæði liðin áttu tvo góða leikhluta með um 50% nýtingu og tvo slæma með um 30% nýtingu en liðin verða að auka stöðugleika í spilamennsku sinni ef þau ætla bæta sig. Hvað gerist næst? Fjölniskonur fara sáttar frá borði þrátt fyrir slakan seinni hálfleik eftir að hafa sett tappa á 6 leikja taphrynu en þær takast á við bikarmeistara Hauka á heimavelli í næstu umferð. Breiðablik mun taka meira úr leiknum eftir sterkan seinni hálfleik þar sem sást að liðið og bekkurinn eru samheldin og jákvæð heild og með nýjan þjálfara sem er að setja svip sinn á liðið. Þær mæta Njarðvík á útivelli í næsta leik. Mér finnst þær vera að kaupa það sem ég er að selja Jeremy Smith var svekktur en stoltur eftir naumt tap Breiðabliks í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Þetta var erfiður leikur, við gáfum allt sem við áttum svo ég er stoltur af stelpunum. Þær skildu allt eftir á vellinum í 40 mínútur og það er það eina sem ég bið um. Ég hefði viljað vera á hinni hliðinni en það er allt í góðu.“ Blikakonur voru undir í hálfleik en komu svo sterkar út úr búningsklefanum og enduðu þriðja leikhluta með forskotið, en hvað sagði Jeremy við lið sitt í hálfleik. „Ég talaði bara við stelpurnar um ferlið og hvað við erum að reyna byggja. Mér líður eins og þær séu að kaupa það en það sem við setjum á völlinn er afleiðing af því sem við æfum og hversu hart við berjumst og ég minnti þær bara á að verðlauna sig. Þær spila hart fyrir mig á hverjum degi svo leikdagur er tíminn til að verðlauna sig og skemmta sér.“ Lykilmaður Blika, Sanja Orozovic, fór meidd af velli á 33. mínútu. Hvað áhrif hafði það á leikinn? „Sanja er stór hluti af því sem við gerum og hún er frábær leikmaður svo augljóslega söknuðum við hennar en við verðum bara að halda áfram. Vonandi verður allt í lagi með hana og mun hún geta spilað næsta leik.“ Jeremy tók við liðinu um mitt tímabil, finnst honum liðið vera að bæta sig og spila eins og hann vill? „Við erum að bæta okkur en þetta er meira um þær frekar en mig. Mér finnst þær vera bæta sig, mér finnst þær vera að kaupa það sem ég er að selja.“ Blikar hafa þó tapað fimm leikjum í röð, hvað þarf að breyta eða bæta? „Við þurfum ekki að breyta neinu. Við þurfum bara að halda áfram að gera það sem við erum að gera og þá verður allt í lagi með okkur.“ Gott að ná loksins í sigur Kristjana Eir Jónsdóttir var sátt eftir nauman sigur gegn Breiðablik í 18. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum. „Það er gott að ná loksins í sigur“ Fjölniskonur byrjuðu leikinn hægt og mátti heyra óánægju Kristjönu frá stúkunni: „Við verðum að auka orkuna. Ákvörðunartaka okkar hefur ekki verið góð“, sagði hún við lið sitt, en hverju breytti hún eftir slæma byrjun? „Við fórum að einbeita okkur, bæta ákvörðunartökuna, hertum okkur upp varnarlega og það virkaði þarna framan af.“ Breiðablik byrjaði seinni hálfleik af krafti og tók forystuna eftir þriðja leikhluta, hvað fannst Kristjönu vanta í spilamennsku liðsins í seinni hálfleik? „Það vantaði baráttuna, það vantaði að við vorum að halda manni fyrir framan okkur og að við vorum að fá stoppin en það hjálpaði svosem ekki að við vorum að fá á okkur einhverjar pínulitlar villur sem þær voru ekki að fá á sig hinum megin, þá verður þetta dálítið ójafnt og kemur pirringur í hópinn en við náðum okkur upp úr því.“ Nýi leikmaður Fjölnis, Brittany Dinkins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið. Hvað fannst þjálfaranum um nýja leikmanninn? „Hún setti stór skot og hún stýrði leiknum. Þetta var fyrsti leikurinn hennar í einhvern tíma og miðað við að þær fóru strax í box-á-einn eftir tvær mínútur þá er ég bara nokkuð ánægð með hana.“ Dinkins lét til sín taka og mátti heyra í henni skipa liðinu fyrir á vellinum og í leikhléum en hversu mikilvægt er að fá svona leiðtoga inn í liðið? „Það munar öllu. Við erum komnar með leiðtoga sem er jákvæður, hún dregur alla áfram, hún finnur lausnir fyrir þær og við finnum lausnir fyrir þær saman en hún er líka inn á vellinum og þegar við erum í vörninni og einhver er að gera mistök þá kemur hún inn og hjálpar þeim í staðinn fyrir að segja bara „gerðu betur“ sem munar öllu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti