Borgarlandið umdeilda sem stækkar við að minnka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2023 11:18 Hjólavöllur á Sundlaugartúninu. Til hægri glittir í girðinguna sem stúkað hefur af hluta af borgarlandinu á túninu. Þessi girðing verður fjarlægð. Vísir/Vilhelm Borgarland Reykjavíkurborgar mun minnka um 236 fermetra samþykki borgarráð nýtt deiluskipulag Sundlaugartúnsins í Vesturbæ borgarinnar. Engu að síður er ákvörðunin kynnt þannig að svokallað „opið borgarland“ muni með breytingunni stækka, þrátt fyrir að skipulag svæðisins hafi fyrir breytinguna gert ráð fyrir að um opið leiksvæði væri að ræða. Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. á sínum tíma reistu eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými. Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 höfðu lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. Um er að ræða eitt af fáum grænum svæðum fyrir vestan læk auk þess sem fermetraverðið á svæðinu hefur löngum verið við það hæsta í borginni. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í vikunni tillögu að nýju deiluskipulagi svæðisins. Er þar um að ræða lausn á deilunum áralöngu sem felur það í sér að eigendum einbýlishúsa við Einimel 18-26 var boðið að kaupa hluta af því svæði sem um ræðir og lóðirnar stækkaðar til samræmis við það. Lóðarhafar Einimels 18, 24 og 26 gengu að tilboði Reykjavíkurborga. Samkvæmt skipulagstillögunni sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni verður þeim heimilt að færa gildandi lóðamörk út um allt að 3,1 metra. Samhliða því verður girðing sem stendur lengra inn á borgarlandið, eða allt að 14 metrum, fjarlægð. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um það á hvaða verði viðskiptin muni fara fram, auk þess sem hvað hafi ákvarðað það verð sem miðað var við. Svörin frá borginni hafa hins vegar verið á þá leið að beðið sé eftir því að borgarráð samþykki deiliskipulagið endanlega, svo það taki gildi. Borgarráð fundaði í gær en engin ákvörðun var tekin á þeim fundi um deiliskipulagið. En hvað þýðir þetta? Ósköp einfaldlega að lóðir húsanna við Einimel 18, 24 og 26 stækka. Lóðin við Einimel 18 fer úr 640 fermetrum í 687 fermetra. Lóðin við Einimel 24 fer úr úr 690 fermetrum í 769 fermetra og lóðin við Einimel 26 fer úr 689 fermetrum í 799 fermetra. Samtals stækka lóðirnar því um 236 fermetra. Borgarlandið minnkar til samræmis við það. Þessi girðing verður fjarlægð.Vísir/Vilhelm Það hefur þó vakið töluverða athygli að ákvörðunin hefur verið kynnt þannig að við það að skipulagið taki gildi muni almenningsrýmið stækka. Í bókun fulltrúa meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði er það orðað þannig að „opið borgarland stækkar til muna með þessu samkomulagi.“ Í orði var hins vegar alltaf um „opið borgarland“ að ræða, ef horft er á það skipulag sem er í gildi fyrir svæði, þó það hafi ekki verið það á borði vegna girðinganna sem komið hafði verið fyrir. Skilgreint sem leiksvæði Þetta sést til að mynda glögglega í skipulagstilögunni sjálfri sem um ræðir. Skipulagstillögur fylgja ákveðnu formi þar sem sýna þarf mynd af gildandi skipulagi og aðra mynd sem sýnir hvernig það skipulag mun breytast. Gidandi deiliskipulagstillaga. Eins og sjá má er hvergi gert ráð fyrir öðru en að Sundlaugartúnið sé skilgreint sem leiksvæði. Í umræddri skipulagstillögu má sjá mynd af gildandi skipulagi á Sundlaugartúni, sem samþykkt var í borgarráði árið 2004. Þar er nokkuð skýrt að það land sem eigendur þriggja einbýlishúsa við Einimel munu nú kaupa er skilgreint sem leiksvæði. Í skipulagsreglugerð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem ætlað er að tryggja samræmi við skipulagsáætlanir, er leiksvæði skilgreint sem hluti af almenningsrými. Breytingin á skipulaginu, sem nú bíður umfjöllunar borgarráðs, minnkar þetta svæði, sem skilgreint er sem leiksvæði, um umrædda 236 fermetra og lóðirnar stækka um sama fermetrafjölda. Með öðrum orðum: Borgarlandið minnkar, lóðirnar stækka. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. L-ið í miðjunni er tákn fyrir leiksvæði í skipulagstillögum. Þessi ákvörðun hefur verið kynnt sem lausn á þessu deilumáli, sem meirihlutinn segir að sé jákvæð, enda sé um að ræða flókið mál sem eigi sér langa sögu. Þeir sem sendu inn umsagnir um umrædda skipulagstillögu eru hins vegar ekki jafn jákvæðir í garð hennar. Sendar voru inn tuttugu og ein athugasemd um tillöguna frá íbúum Vesturbæjar. flokka mætti tuttugu af þeim sem neikvæða. Hin eina jákvæða er frá lögfræðingi eigenda einbýlishúsanna við Einimel 22-26. Gagnrýnt af minnihlutanum Fulltrúar í minnihluta umhverfis- og skipulagsráðs lýstu einnig yfir óánægju sinni með tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögum að afgreiðslu málsins yrði frestað. Sú tillaga var felld. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er tillagan gagnrýnd. „Með breytingunni mun Sundlaugartúnið minnka um nokkur hundruð fermetra. Slíkt er óforsvaranlegt. Skortur er á grænum svæðum í Vesturbænum þar sem þeim hefur farið fækkandi á undanförnum árum,“ segir í henni. Hér má sjá hvernig lóðirnar stækka og borgarlandið minnka. Fulltrúar meirihlutans létu þá bóka á móti að með breytingunni myndi hið svokallaða „opna borgarland“ stækka til muna með samkomulaginu. Fulltrúi Sósíalistaflokksins var hins vegar á sama máli og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. „Íbúar í einbýlishúsum við Einimel reistu girðingar inn fyrir það svæði og hindruðu þannig aðgang að almannalóð. Í stað þess að segja að slíkt sé óboðlegt ætlar borgin að gefa undan og stækka lóð viðkomandi. Með því er verið að setja slæmt fordæmi sem sendir þau skilaboð að með því að taka almannalóðir af borginni sé möguleiki á að hún gefi undan,“ segir þar. Undir þetta tók áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins. „Hér er um dýrmætt svæði að ræða og verðmæti sennilega það hæsta á öllu landinu. Landrými á þessu svæði er eftirsótt. Flokkur fólksins telur að þarna sé verið að minnka möguleikana á að skapa fjölreytt útivistarsvæði við Vesturbæjarlaug.“ Sem fyrr segir bíður deiliskipulagstillagan umfjöllunar borgarráðs. Borgarráð þarf að samþykkja hana svo að hún geti tekið gildi. Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. 26. janúar 2023 09:10 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Það hefur verið deilt um lóðir við Vesturbæjarlaugina árum og áratugum saman. á sínum tíma reistu eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými. Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 höfðu lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. Um er að ræða eitt af fáum grænum svæðum fyrir vestan læk auk þess sem fermetraverðið á svæðinu hefur löngum verið við það hæsta í borginni. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í vikunni tillögu að nýju deiluskipulagi svæðisins. Er þar um að ræða lausn á deilunum áralöngu sem felur það í sér að eigendum einbýlishúsa við Einimel 18-26 var boðið að kaupa hluta af því svæði sem um ræðir og lóðirnar stækkaðar til samræmis við það. Lóðarhafar Einimels 18, 24 og 26 gengu að tilboði Reykjavíkurborga. Samkvæmt skipulagstillögunni sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í vikunni verður þeim heimilt að færa gildandi lóðamörk út um allt að 3,1 metra. Samhliða því verður girðing sem stendur lengra inn á borgarlandið, eða allt að 14 metrum, fjarlægð. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um það á hvaða verði viðskiptin muni fara fram, auk þess sem hvað hafi ákvarðað það verð sem miðað var við. Svörin frá borginni hafa hins vegar verið á þá leið að beðið sé eftir því að borgarráð samþykki deiliskipulagið endanlega, svo það taki gildi. Borgarráð fundaði í gær en engin ákvörðun var tekin á þeim fundi um deiliskipulagið. En hvað þýðir þetta? Ósköp einfaldlega að lóðir húsanna við Einimel 18, 24 og 26 stækka. Lóðin við Einimel 18 fer úr 640 fermetrum í 687 fermetra. Lóðin við Einimel 24 fer úr úr 690 fermetrum í 769 fermetra og lóðin við Einimel 26 fer úr 689 fermetrum í 799 fermetra. Samtals stækka lóðirnar því um 236 fermetra. Borgarlandið minnkar til samræmis við það. Þessi girðing verður fjarlægð.Vísir/Vilhelm Það hefur þó vakið töluverða athygli að ákvörðunin hefur verið kynnt þannig að við það að skipulagið taki gildi muni almenningsrýmið stækka. Í bókun fulltrúa meirihluta Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í umhverfis- og skipulagsráði er það orðað þannig að „opið borgarland stækkar til muna með þessu samkomulagi.“ Í orði var hins vegar alltaf um „opið borgarland“ að ræða, ef horft er á það skipulag sem er í gildi fyrir svæði, þó það hafi ekki verið það á borði vegna girðinganna sem komið hafði verið fyrir. Skilgreint sem leiksvæði Þetta sést til að mynda glögglega í skipulagstilögunni sjálfri sem um ræðir. Skipulagstillögur fylgja ákveðnu formi þar sem sýna þarf mynd af gildandi skipulagi og aðra mynd sem sýnir hvernig það skipulag mun breytast. Gidandi deiliskipulagstillaga. Eins og sjá má er hvergi gert ráð fyrir öðru en að Sundlaugartúnið sé skilgreint sem leiksvæði. Í umræddri skipulagstillögu má sjá mynd af gildandi skipulagi á Sundlaugartúni, sem samþykkt var í borgarráði árið 2004. Þar er nokkuð skýrt að það land sem eigendur þriggja einbýlishúsa við Einimel munu nú kaupa er skilgreint sem leiksvæði. Í skipulagsreglugerð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem ætlað er að tryggja samræmi við skipulagsáætlanir, er leiksvæði skilgreint sem hluti af almenningsrými. Breytingin á skipulaginu, sem nú bíður umfjöllunar borgarráðs, minnkar þetta svæði, sem skilgreint er sem leiksvæði, um umrædda 236 fermetra og lóðirnar stækka um sama fermetrafjölda. Með öðrum orðum: Borgarlandið minnkar, lóðirnar stækka. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. L-ið í miðjunni er tákn fyrir leiksvæði í skipulagstillögum. Þessi ákvörðun hefur verið kynnt sem lausn á þessu deilumáli, sem meirihlutinn segir að sé jákvæð, enda sé um að ræða flókið mál sem eigi sér langa sögu. Þeir sem sendu inn umsagnir um umrædda skipulagstillögu eru hins vegar ekki jafn jákvæðir í garð hennar. Sendar voru inn tuttugu og ein athugasemd um tillöguna frá íbúum Vesturbæjar. flokka mætti tuttugu af þeim sem neikvæða. Hin eina jákvæða er frá lögfræðingi eigenda einbýlishúsanna við Einimel 22-26. Gagnrýnt af minnihlutanum Fulltrúar í minnihluta umhverfis- og skipulagsráðs lýstu einnig yfir óánægju sinni með tillöguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögum að afgreiðslu málsins yrði frestað. Sú tillaga var felld. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins er tillagan gagnrýnd. „Með breytingunni mun Sundlaugartúnið minnka um nokkur hundruð fermetra. Slíkt er óforsvaranlegt. Skortur er á grænum svæðum í Vesturbænum þar sem þeim hefur farið fækkandi á undanförnum árum,“ segir í henni. Hér má sjá hvernig lóðirnar stækka og borgarlandið minnka. Fulltrúar meirihlutans létu þá bóka á móti að með breytingunni myndi hið svokallaða „opna borgarland“ stækka til muna með samkomulaginu. Fulltrúi Sósíalistaflokksins var hins vegar á sama máli og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. „Íbúar í einbýlishúsum við Einimel reistu girðingar inn fyrir það svæði og hindruðu þannig aðgang að almannalóð. Í stað þess að segja að slíkt sé óboðlegt ætlar borgin að gefa undan og stækka lóð viðkomandi. Með því er verið að setja slæmt fordæmi sem sendir þau skilaboð að með því að taka almannalóðir af borginni sé möguleiki á að hún gefi undan,“ segir þar. Undir þetta tók áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins. „Hér er um dýrmætt svæði að ræða og verðmæti sennilega það hæsta á öllu landinu. Landrými á þessu svæði er eftirsótt. Flokkur fólksins telur að þarna sé verið að minnka möguleikana á að skapa fjölreytt útivistarsvæði við Vesturbæjarlaug.“ Sem fyrr segir bíður deiliskipulagstillagan umfjöllunar borgarráðs. Borgarráð þarf að samþykkja hana svo að hún geti tekið gildi.
Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. 26. janúar 2023 09:10 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Girðingarnar fjarlægðar en lóðir stækkaðar Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið. 26. janúar 2023 09:10
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41
Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“ Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust. 1. mars 2022 23:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent