Snorri Barón um Söru: Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttur með liðsfélögum sínum í Miami þeim Katelin van Zyl og Victoria Campos. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir keppti á dögunum á sínu fyrsta stórmóti eftir vonbrigðin á síðasta tímabili og náði meðal annars sjötta sæti í einstaklingskeppninni á Wodapaloza mótinu í Miami. Sara var ekkert að hlífa sér þessa helgi því hún keppti alla fjóra dagana, fyrst tvo daga af einstaklingskeppni og svo tvo daga af liðakeppni. Stóru fréttirnar voru líklegast þær að Sara kláraði helgina án þess að meiðast og hún er núna búin að bjóða skrokknum sínum aftur upp á alvöru próf. Eftir meiðslin og vandræðin í fyrra var mikilvægt fyrir Söru að komast heil í gegnum svona átök. Það má líka heyra á Snorra Baróni Jónssyni, umboðsmanni Söru, sem gerði upp mótið hjá sinni konu. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Fyrir Söru að komast í gegnum keppni verkjalaus með bros á vör skiptir mig mestu máli. Sara kláraði sautján greinar á fjórum dögum,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á samfélagsmiðilinn Instagram. „Hún hefur ekki farið í gegnum svo mikið magn af keppnisgreinum síðan árið 2017 og þetta voru heldur engar grínæfingar. Ég hef lært að taka slíku ekki sem sjálfsögðum hlut og þó að ég hafi verið vongóður um að hún myndi komast í gegnum þetta þá var ég alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst,“ skrifaði Snorri. „Sara hefur haldið sér til hlés síðan á lokamóti undankeppni síðustu heimsleika. Hún var í skugganum í sex mánuði. Minna á samfélagsmiðlum og minna í verkefnum með styrktaraðilum. Hún hefur í staðinn lagt mikla vinnu í litlu hlutina til þess að sjá til þess að þegar hún snéri aftur inn á keppnisgólfið þá væri hún bæði tilbúin líkamlega og andlega,“ skrifaði Snorri. Snorri segir frá tveimur mánuðum sem Sara eyddi í Dúbaí með sjúkraþjálfaranum Nik Jordan og hafi á þeim tíma byggt upp trú á líkamann sinn á ný. Hann talar einnig um samvinnu Söru og nýja þjálfarans Perrin Behr. „Sama hvað nýtt tímabil mun bjóða upp á þá geti ég lýst því yfir að Sara er ánægður og að henni líður vel. Það er svolítið síðan að ég gat fullyrt slíkt og mér hlýnar um hjartarætur að geta gert það núna. Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður,“ skrifaði Snorri á ensku eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Sara var ekkert að hlífa sér þessa helgi því hún keppti alla fjóra dagana, fyrst tvo daga af einstaklingskeppni og svo tvo daga af liðakeppni. Stóru fréttirnar voru líklegast þær að Sara kláraði helgina án þess að meiðast og hún er núna búin að bjóða skrokknum sínum aftur upp á alvöru próf. Eftir meiðslin og vandræðin í fyrra var mikilvægt fyrir Söru að komast heil í gegnum svona átök. Það má líka heyra á Snorra Baróni Jónssyni, umboðsmanni Söru, sem gerði upp mótið hjá sinni konu. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) „Fyrir Söru að komast í gegnum keppni verkjalaus með bros á vör skiptir mig mestu máli. Sara kláraði sautján greinar á fjórum dögum,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á samfélagsmiðilinn Instagram. „Hún hefur ekki farið í gegnum svo mikið magn af keppnisgreinum síðan árið 2017 og þetta voru heldur engar grínæfingar. Ég hef lært að taka slíku ekki sem sjálfsögðum hlut og þó að ég hafi verið vongóður um að hún myndi komast í gegnum þetta þá var ég alltaf viðbúinn að það gæti eitthvað gerst,“ skrifaði Snorri. „Sara hefur haldið sér til hlés síðan á lokamóti undankeppni síðustu heimsleika. Hún var í skugganum í sex mánuði. Minna á samfélagsmiðlum og minna í verkefnum með styrktaraðilum. Hún hefur í staðinn lagt mikla vinnu í litlu hlutina til þess að sjá til þess að þegar hún snéri aftur inn á keppnisgólfið þá væri hún bæði tilbúin líkamlega og andlega,“ skrifaði Snorri. Snorri segir frá tveimur mánuðum sem Sara eyddi í Dúbaí með sjúkraþjálfaranum Nik Jordan og hafi á þeim tíma byggt upp trú á líkamann sinn á ný. Hann talar einnig um samvinnu Söru og nýja þjálfarans Perrin Behr. „Sama hvað nýtt tímabil mun bjóða upp á þá geti ég lýst því yfir að Sara er ánægður og að henni líður vel. Það er svolítið síðan að ég gat fullyrt slíkt og mér hlýnar um hjartarætur að geta gert það núna. Ánægður íþróttamaður er hættulegur íþróttamaður,“ skrifaði Snorri á ensku eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira