Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“ Sæbjörn Steinke skrifar 27. janúar 2023 00:34 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. „Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
„Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum