Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“ Sæbjörn Steinke skrifar 27. janúar 2023 00:34 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. „Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
„Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00