Aldrei fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. janúar 2023 11:10 Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Getty Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan og hefur fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila aldrei verið meiri. Fjöldi beiðni um nálgunarbann svipaður Beiðnir um nálgunarbann voru 118 og því svipaðar að fjölda og síðastliðin 3 ár á undan. Alvarlegustu heimilisofbeldismálin, þar sem lífi og heilsu árásarþola var ógnað endurtekið eða á alvarlegan hátt, voru 102 talsins árið 2022 sem er svipaður fjöldi og síðustu ár. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þ.e. tilvika þar sem grunur er um brot á borð við líkamsárásir, hótanir eða eignaspjöll, þá voru tilvikin 1.086, eða 3prósent fleiri en árið 2020 í miðjum heimsfaraldri. Tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra aðila voru 1.288 talsins, eða 23 prósent fleiri en árið 2021. Í 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru 80 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola eru konur. Aukin samvinna heilbrigðisþjónustu og lögreglu Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að fjögur prósent svarenda höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi og 21 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að erlendar rannsóknir bendi til þess að mun algengara er að þolendur leiti eftir heilbrigðisþjónustu en til annarra stofnana þ.m.t. lögreglu 12 mánuðum fyrir tilraun til manndráps eða morðs vegna heimilisofbeldis. Mikilvægt sé að auka því samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins. Tveir sameiginlegir fræðslufundir lögreglunnar og heilbrigðiskerfisins um verklag vegna heimilisofbeldis voru haldnir í janúar. Þar var meðal annars kynnt ný þjónusta félagsráðgjafa og sálfræðings á Landspítalanum og þverfaglegt samstarf við gerð áhættumats og áhættustýringar til að vernda þolendur heimilisofbeldis í samræmi við ákvæði Istanbúlsamningsins, samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira