Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2023 10:26 Vilberg við einn sektarmiðanna en skuld hans nemur 45 þúsund krónum. Bílastæðasjóður er ófáanlegur að fella sektina niður þrátt fyrir fötlun Vilbergs. aðsend Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum. „Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel. Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
„Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel.
Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira