Halda sektinni til streitu og segja stöðukortið falsað Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2023 10:26 Vilberg við einn sektarmiðanna en skuld hans nemur 45 þúsund krónum. Bílastæðasjóður er ófáanlegur að fella sektina niður þrátt fyrir fötlun Vilbergs. aðsend Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum. „Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel. Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Bílastæðasjóður ætlar að halda þessu til streitu þannig að það fer allt í vanskil hjá mér. Þeir halda því fram að spjaldið hjá mér sé falsað sem það er ekki. Spjaldið er frá sýslumanni. Þegar ég fékk nýtt þurfti ég að skila því gamla inn svo ég hef ekki sönnun fyrir því nema ljósmyndir,“ segir Vilberg í samtali við Vísi. Segja stöðukort hans falsað Vísir greindi frá þessum raunum Vilbergs skömmu fyrir jól. Sektin sem Vilberg þarf að greiða er samtals 45 þúsund krónur sem setur heimilisbókhald hans í algjört uppnám. Vilberg segir að þegar lögfræðingur hans fór til sýslumanns til að athuga hvort gamla kortið hans væri þar, sem Bílastæðasjóður segir falsað, þá var búið að eyða því. Og því ekki hægt að fá staðfest að það væri falsað eða ekki. Vilberg er afar ósáttur við það hvernig komið er. Hann hefði talið að fötlun hans væri næg sönnun í sjálfu sér. „Bílastæðasjóður heldur því fram að það séu svo mörg fölsuð kort í umferð svo þeir þurfa að láta öryrkja borga sekt. Það er ekki nóg með að vera öryrki. Ég held að það hefði verið best að þetta slys mitt hefði bara komið mér niður í 6 fetin. Ótrúlegt hvað það er vaðið yfir öryrkja,“ segir Vilberg sem telur á sig ráðist svo Bílastæðasjóður geti komið því rækilega á framfæri að fölsuð blá stöðukort séu í umferð. „Að Bílastæðasjóður þurfi að ráðast á öryrkja til að koma því á framfæri?! Ef ég væri með falsað kort þá væri ég ekki öryrki að berjast við fátækt. Þetta er ekki há upphæð fyrir flesta en hún setur allt á annan enda hjá mér. Allt fer í skuldir sem mun enda með ósköpum.“ Fölsuð stæðiskort hafa gert vart við sig „Bílastæðasjóður getur að sjálfsögðu ekki tjáð sig um einstaka mál. Það má þó taka fram að mál yrði ekki meðhöndlað á þeim forsendum sem eru gefnar upp í fyrirspurn þinni, aðstæður í hverju máli fyrir sig eru skoðaðar og niðurstaða máls ræðst af atvikum í því tiltekna máli,“ segir í svari Rakelar Elíasdóttur við fyrirspurn Vísis um málið. Rakel er deildarstjóri reksturs Bílastæðasjóðs. Hér má sjá vaskan og grjótharðan stöðumælavörð lauma sektarmiða undir rúðuþurrkuna.vísir/vilhelm Spurð nánar um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða segir hún almennt að um þau er fjallað í 87. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. „Í 1. mgr. kemur fram að eingöngu handhafa stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða er heimilt að leggja ökutæki í bifreiðastæði sem ætlað er fyrir fatlaða og auðkennt sem slíkt. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skal stæðiskorti komið fyrir innan við framrúðu þannig að framhlið þess sé vel sýnileg að utan þegar lagt er í bifreiðastæði. Þegar gildu og lögformlegu stæðiskorti er framvísað í samræmi við ofangreint er því heimilt að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða, en annars ekki. Eftirlit stöðuvarða fer fram í samræmi við það.“ En eru brögð af því að menn séu á ferli með fölsuð stæðiskort fyrir hreyfihamlaða? „Slík tilvik hafa vissulega komið upp, en ekki oft,“ segir Rakel.
Bílastæði Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira