Fiskikóngurinn harðorður: Skellir í lás við Höfðabakka Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 09:03 Kristján Berg segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt, meðal annars hátt fiskverð á mörkuðum og breytt neyslumenning. Vísir/Vilhelm/Fiskikóngurinn Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins. „Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi. Verslun Reykjavík Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi.
Verslun Reykjavík Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira