Fiskikóngurinn harðorður: Skellir í lás við Höfðabakka Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2023 09:03 Kristján Berg segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt, meðal annars hátt fiskverð á mörkuðum og breytt neyslumenning. Vísir/Vilhelm/Fiskikóngurinn Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins. „Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi. Verslun Reykjavík Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
„Stór tár renna niður kinnar mínar er ég neyðist til þess að tilkynna ykkur. Ein elst starfandi fiskverslun landsins LOKAR,“ segir Kristján. Fiskbúðin hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Hann segir að ástæða lokunarinnar sé margþætt. Í fyrsta lagi sé fiskverð hátt á fiskmörkuðum og að ástæða þess sé að stórútgerðir séu að gleypa allan fisk. Lítið sé um að fiskur berist inn á fiskmarkaði svo að fiskverð helst þannig hátt. Kristján segir að sömuleiðis sé erfitt að manna allar stöður frá sjö á morgnana til 18:30 alla virka daga. Sömuleiðis þá versli viðskiptavinir minni fisk, sem sé „ótrúlegt miðað við gæði og heilbrigði vörunnar“. Þá sé verðhækkun á öllum þáttum rekstrar sem geri svona „litla einingu órekstrarhæfa“, auk þess að öll aðföng hafa hækkað – umbúðir, flutningur, olía, hveiti, hanskar, klósettpappír og þannig mætti áfram telja. „Pizzu og Cocopuffs kynslóðin“ að taka yfir Kristján segist í færslunni spá því að fleiri fiskbúðir muni loka á næstunni. Það sé klárt mál. „Enda orðinn lítill grundvöllur fyrir rekstri fiskverslunar á Íslandi í dag. Pizzu og cocopuffs kynslóðin er að taka yfir og borðar minni fisk. Húsmæður landsins eru flestar útivinnandi, mötuneyti landsins bjóða orðið ekki lengur uppá fisk, ekki nema max 1x í viku og alltaf sama í matinn hjá flestum þeirra. Sem leiðir til minnkandi fiskneyslu á heimilum landsins,“ segir Kristján. Sárt að horfa upp á Kristján segir áfram að unga kynslóðin kunni ekki að borða til dæmis hrogn og lifur, léttsaltaða ýsu, gellur og kinnar og svo mætti lengi telja. „Unga kynslóðin er ekki lengur alin upp við þessa matarmenningu, sem er svo sárt að horfa uppá. Við erum því miður að gleyma uppruna okkar, á hverju við lifðum af, hvernig menning okkar varð til. Þetta er sorglegt ástand, að mínu mati.“ Kristján segir ennfremur að allt starfsfólk Fiskikóngsins við Höfðabakka hafi samþykkt að starfa í verslun hans við Sogaveg. Kristján tekur einnig fram að fiskur hafi áður fyrr verið ódýr. Fiskur ætti ekki að kosta mikið hér á landi og ættu landsmenn að njóta niðurgreiðslu á fiski líkt og eigi til dæmis við um lambakjötið okkar. Nefnir hann að um sjö milljarða niðurgreiðsla fari á ári hverju í að greiða niður lambakjöt sem sé að mestu leyti flutt úr landi.
Verslun Reykjavík Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira