Anníe Mist barðist við tárin þegar hún rifjaði upp rosalegt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Keppniskonan Anníe Mist Þórisdóttir og móðirin Anníe Mist með Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir fór yfir mjög erfiða reynslu sína þegar hún snéri aftur til keppni í CrossFit íþróttinni eftir barnsburð. Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Íslendingar hafa unnið mörg mögnuð íþróttaafrek í gegnum tíðina og 356 dagarnir hennar Anníe Mistar Þórisdóttur frá 2020 til 2021 ættu að öllu eðlilegu að vera á öllum slíkum listum. Anníe Mist rifjaði upp þetta ótrúlega ár sitt í nýjasta Dóttir-hlaðvarpsþættinum með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Vinkonurnar Anníe Mist og Katrín Tanja halda úti hlaðvarpsþættinum þar sem þær ræða viðburðaríka og sigursæla ferla sína í CrossFit íþróttinni. Mjög persónuleg samtöl Það er óhætt að segja að þær ræða mjög persónuleg mál í þessum samtölum sínum og í nýjasta þættinum var komið að Anníe Mist að fara yfir magnað ár. Anníe Mist eignaðist Freyju Mist 10. ágúst 2020 eftir mjög erfiða fæðingu en 1. ágúst 2021 stóð hún á verðlaunapalli sem ein af þremur hraustustu CrossFit konum heims. Anníe átti þá enn níu daga upp á að hlaupa að hafa farið á einu ári frá því að missa tvo lítra af blóði í langri og erfiðri fæðingu í það að vera með verðlaunapening um hálsinn á sjálfum heimsleikunum í CrossFit. Vakti mikla athygli Anníe Mist hafði tvisvar orðið heimsmeistari í CrossFit og komist fimm sinnum áður á verðlaunapall. Frábær og söguleg afrek. Afrek hennar að komast á pall sem nýbökuð móðir er eitthvað sem vakti gríðarlega athygli í CrossFit heiminum enda hafði enginn gert slíkt áður og það er ólíklegt að einhver nái því aftur. Það kostaði hins vegar blóð, svita og tár að komast til baka í hóp þeirra hraustustu í heimi. Reyndi ekki aðeins á Anníe líkamlega heldur einnig andlega. Anníe Mist hefur með þessu afreki orðið fyrirmynd margra ekki eins og hún hafi ekki verið það áður. Það má búast við því að margar konur taki sér hana sem fyrirmynd í væntanlegum endurkomum sínum eftir barnsburð. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið Það er ekki aðeins afrekið sjálft heldur einnig sýnileiki Anníe og hvernig hún var tilbúin að bjóða fylgjendunum sínum að fylgjast náið með öllu ferlinu, bæði góðu og slæmu dögunum. Toppurinn var geggjaður en dalirnir voru einnig djúpir og krefjandi. Fyrirsögnin á þættinum segir mikið en hún er: Þú ert ólíkleg til að ná þér að fullu eða lyfta sömu þyngdum aftur. Það áttu fáir von á því að Anníe kæmi jafnsterk til baka og hvað það á innan við ári. Anníe Mist gaf mikið af sér í þættinum og barðist við tárin þegar hún rifjaði upp magnað ár fyrir framan myndavélarnar. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WcnxTjtAwYM">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira