STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina! Harpa Pálmadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Stafræn þróun Börn og uppeldi Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun