STOPP ofbeldi - Með góðri fræðslu getum við hjálpað til við að rjúfa þögnina! Harpa Pálmadóttir og Sigrún Sóley Jökulsdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Stafræn þróun Börn og uppeldi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Sjá meira
Stafræn tækni er komin til að vera með öllum sínum kostum og göllum og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt og nú að taka samtalið við börn um stafræn samskipti. Börn og ungmenni sem hafa aðgang að samskiptamiðlum á netinu eru í mjög viðkvæmri stöðu þar sem þau skortir oft þroska til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess sem þau gera og þekkingu á hvað má og hvað má ekki. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að öll börn eigi rétt á vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum og einnig alvarlegt lýðheilsuvandamál sem varðar okkur öll. Kannanir sýna að fjöldi barna hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Samt hefur málefnið verið umlukið þögn og bannorðum. Oft líður langur tími þar til þolandi er tilbúinn að segja frá því ofbeldi sem átti sér stað. Börn og ungmenni gera sér ekki alltaf grein fyrir því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi og að það sé bannað samkvæmt lögum að beita ofbeldi. Þeim getur fundist að þau eigi sjálf sökina eða óttast að fullorðnir verði reiðir eða sorgmæddir ef þau segja frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala um ofbeldi við börn á öllum aldri þannig að þau skilji að þau eru ekki ein, að það sé ekki þeim að kenna ef þau verða fyrir ofbeldi og að alltaf eigi að segja einhverjum frá. Ofbeldi er ekki leyndarmál. Fræðsla og forvarnir eru ein mikilvægasta leiðin til að sporna gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn, það er þeirra að veita örugga umgjörð og rými fyrir börn til að þora að segja frá. Starfsfólk skóla getur verið í lykilstöðu til að rjúfa þögnina og tala við börn um samþykki, mörk, tælingu, misnotkun og annars konar ofbeldi. Benda þarf börnum á að þau geti fengið hjálp og gera þeim ljóst að ofbeldi er aldrei þolandanum að kenna. Það mun gera börn betur í stakk búin til að segja frá og virða eigin mörk og annarra. Mörgum reynist erfitt að tala um mál af þessum toga og því er gott að hafa einhver verkfæri í höndunum til að vinna með. Í þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti frá árinu 2020 er að finna 26 aðgerðir sem koma skulu til framkvæmda árin 2021-2025. Allar hafa þær að markmiði að fræða börn og ungmenni um kynbundið ofbeldi og hvernig megi fá hjálp. Meðal aðgerða er að auka framboð á námsefni og fræðslu á öllum skólastigum og þannig varð til vefurinn Stopp ofbeldi! sem er safnvefur vistaður á vef Menntamálastofnunar. (stoppofbeldi.namsefni.is). Þar er að finna námsefni, kennsluhugmyndir, myndbönd og annað efni sem styðjast má við í tengslum við kyn- og forvarnafræðslu. Sexan– stuttmyndasamkeppni (112.is/sexan) Sexan er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Þau sem taka þátt búa til forvarnarmyndbönd um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefnin eru: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna. Fyrirkomulag Sexunnar er einfalt. Þátttakendur fá́ fræðslu og tækifæri til að búa til og skila inn tilbúinni stuttmynd, að hámarki 3 mínútur, á tímabilinu 10.–31. janúar 2023. Dómnefnd mun velja þrjár bestu stuttmyndirnar og verða þær sýndar á RÚV í viku 6 sem er vikan 6.–11. febrúar 2023. Grunnskólar hafa fengið sent bréf um keppnina þar sem bent er á mikilvægi þess að fræða nemendur um þessi málefni, ásamt tillögum að námsefni sem hægt er að vinna með. Allar nánari upplýsingar varðandi þátttöku í stuttmyndasamkeppninni má finna á 112.is/sexan. Að Sexunni standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisskóli Reykjavíkur, Fjölmiðlanefnd og RÚV auk Menntamálastofnunnar. Verum með, stoppum ofbeldi. Höfundar eru ritstjórar hjá Menntamálastofnun.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun