Lalli: Það er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2023 20:54 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðabliki í HS-Orku höllinni í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 82-59. Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu og fljótlega settu heimakonur í fluggírinn og tóku öll völd á vellinum. Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn