Ofbeldi mæðra gegn börnum sínum og feðrum þeirra Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 25. janúar 2023 13:01 Ég skrifa þessa grein eftir að hafa talað við fjölda feðra sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi bæði í sambandi og eftir skilnað. Ég skrifa hana því í dag þá sé ég þetta sem mjög alvarlegt samfélagslegt vandamál sem þarf að hætta fyrir velferð barna okkar. Þeir feður sem ég talaði við vildu jafna umgengni eftir skilnað, sameiginlegt forræði og samvinnu með börnin sín: jafnvægi í lífi barnanna sinna þar sem börnin myndu finna ást, öryggi og vellíðan og skynja einungis gott milli mömmu sinnar og pabba en feðurnir urðu þess í stað að bakka í umgengismáli vegna hegðunar barnsmóður í samfélaginu sjálfu og á samfélagsmiðlum þar sem þeir voru dæmdir sem ofbeldismenn og gátu á engan hátt borið hönd yfir höfuð sér. Flestir fengu þó sameiginlegt forræði og umgengissamning sem þó var einungis bundin við helgar aðra hverja viku. Lögheimilið í öllum tilvikum fór til barnsmóður þar sem í sumum tilvikum átti sér stað hótanir og kúgun svo feðurnir gáfu eftir. Þeir sögðust allir hafa bakkað í þeirri von um að móðir myndi hætta að skrifa um þá á samfélagsmiðlum og lýsa þeim sem þeir væru ekki: ofbeldismenn. En skrif barnsmæðra þeirra hætti samt sem ekki áður og feðurnir upplifðu sig sem algjörlega eina og sögðust að skapast hefði með þeim áfallastreituröskun, svefnleysi, kvíði og ótti um framtíðina. Áhyggjur þeirra snérust þó verulega að börnunum sínum og áhrifunum sem þetta myndi hafa á þau í framtíðinni, því þegar eitthvað fer á netið þá hverfur það aldrei. Augljóst er því í mínum augum að þessar mæður voru ekki að hugsa um börnin sín eða þeirra andlegu velferð. Karlmennirnir lýstu áhyggjum sínum og sorg yfir því sem væri að gerast og hve hræðilegt væri þegar börnin yrðu eldri að sjá skrif móður sinnar um föður sinn. Þeir voru algjörlega eyðilagðir og fjölskyldur þeirra urðu að sjálfsögðu fyrir eyðileggjandi áhrifum af þessu líka. Þegar kom að því að miðla málum um umgengni þá lýstu þeir barnsmóður sem ókunnugri konu fullri af heift, reiði og gremju gagnvart þeim sem laug óspart um þá hræðilegum hlutum hvort sem það var á pappír hjá sýslumanni, í samfélaginu eða samfélagsmiðlum. Ég vil þó taka fram að þó ég sé að skrifa um ofbeldi sumra kvenna gagnvart barnsfeðrum sínum að þá á það að sjálfsögðu ekki við um allar konur og einnig er raunveruleikinn sá að hlutunum getur verið snúið við og það eru feðurnir sem beita sama ofbeldi og taktík eftir sambandsslit. Þeir sem hafa gengið í gegnum skilnað vita hversu sárt og erfitt það ferli er. Á ákveðinn hátt er það eins og jarðarför og flestir sálfræðingar myndu segja ykkur að hið sálfræðilega, hugræna og tilfinningalega ferli að vinna úr skilnaðinum tekur að meðaltali tvö ár. En hvað ef að skilnaðurinn er bara byrjunin á því sem ég get ekki annað en kallað ofbeldi gegn feðrum og börnum þeirra þar sem móðirin viljandi býr til á ákveðinn hátt samfélagsmiðlaherferð gegn föðurnum og gerir sjálfa sig að fórnarlambi, sem í þessu tilviki er barnsfaðir þeirra sem þær kalla ,,Ofbeldismanninn sinn" innan mismunandi grúbba á facebook og úr verður samfélagsmiðla ofbeldi, ærumeiðingar og mannorðsmorð á versta stigi þar sem feðurnir geta á engann hátt varið sig því konurnar í kringum barnsmóður á samfélagsmiðlum hafa gert upp hug sinn án þess að hugsa að þetta gæti allt saman verið lygi og í raun barnsmóðirin verið sú sem beitti og beitir barnsföður ofbeldi, hótunum og kúgun. Þess konar hegðun gagnvart maka er aðeins hægt að lýsa sem Narsisista. Narsisti hefur mikla þörf fyrir hrósi og er gjarnan með sí endurtekna pósta á samfélagsmiðlum þar sem hann/hún segir frá sigrum sínum í lífinu, gleði og hamingju og safnar að sér stuðningsfólki og hópum. Hann/ hana skortir samkennd og lítur algjörlega framhjá því hvernig hegðun hans eða hennar gæti hafa sært eða skemmt líf annars fólks. Narsisistanum er nákvæmlega sama. Narsisti hefur lágt sjálfsmat sem hann felur með yfirborðskenndri hegðun og upphefur sjálfan sig fyrir framan aðra. Hann/Hún leikur fórnarlamb ef þörf krefur eins og í ofangreindum skrifum og myndar sér stuðningshóp og gerir með því annað fólk sem er óafvitandi um gang mála að fólki sem beitir aðra ofbeldi á samfélagsmiðlum. Narsisti sýnir veruleika sterk og neikvæð viðbrögð við gagnrýni eða neikvæðum athugasemdum til dæmis á samfélagsmiðlum og fær snögg reiðisköst. Allt við Narsisista er yfirborðskennt og einfaldlega leikþáttur eins og úr hryllingsmynd þar sem þú ert skotmarkið en Narsisisti á mjög erfitt með að mynda raunveruleg djúp tengsl við fólk. Narsisti ásakar alltaf annað fólk og er einmitt mjög líklegur til að gera skilnað að mjög erfiðu ferli. Narsisti getur bæði verið kona eða maður og nýtur þess og þarf að stjórna öllu og gerir það á mjög lúmskan og lævískan hátt þar sem hann býr til glansmynd af sér sem er að sjálfsögðu yfirborðskennd. Móðirin gerir þetta þá til að búa til umgengisdeilu og hún veit að tölfræðilega séð stendur kerfið meira með konum en körlum og er meðvituð um að ef ósætti ríkir á milli foreldra að þá eru 90% líkur á að sýslumaður úrskurði ekki viku og viku umgengni. Og þess vegna býr barnsmóðir til ósætti til að hefna sín á föðurnum og börnin gjalda fyrir það. Feðurnir sem ég talaði við gerðu allir sátt í málinu án þess að sýslumaður þurfti að úrskurða í málinu og samþykktu helgar umgengni aðra hverja viku. Þeir feður sem ég ræddi við fullyrtu við mig að þetta snérist ekki um raunverulegt ofbeldi af þeirra hálfu því ekkert ofbeldi af þeirra hendi hefði átt sér stað í sambandinu nema ósætti og rifrildi yfir árin sem á ser stað í flest öllum samböndum. Heldur snéri þetta einungis að persónulegri hefnd gagnvart þeim fyrir því að vilja skilnað. Að móðirin væri ekki að hugsa um samband föðurs og barns þeirra sem væri ekkert hægt að setja út á heldur einfaldlega til að meiða fyrrverandi maka á allan þann hátt sem hugsast getur og með því skapað alvarleg neikvæð áhrif á börn þeirra sem aðeins framtíðin myndi leiða í ljós hver yrðu. Þeir karlmenn sem ég talaði við sögðu að þegar þeir hefðu beðið um skilnað í sambandinu að þá hafi viðbrögð kvennanna í flestum tilfellum falist í sér með hótunum um börnin. Að málaferli eftir skilnað gæti tekið mörg ár og yrði þeim í hag. Þannig að þeir héldu áfram að vera í sambandinu í ótta við að missa börnin sín frá sér því konurnar töluðu um hve vondir þeir væru og allir myndu trúa þeim en ekki feðrunum. En samfélagsmiðla ofbeldi snýr ekki aðeins að fyrrverandi mökum. Nýlega las ég frétt á Vísi.is um rannsókn sem Elínrós Hrund Þórðardóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Þar tók hún viðtöl við fjóra íslenska karlmenn sem höfðu verið ásakaðir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Haft er eftir einum karlmanni: ,,Ég fékk morðhótanir, fólk var að segja mér að drepa mig, fólk að nota viðbjóðsleg orð um mig, fólk að dreifa lygasögum um mig." Flestir viðmælendur Elínrósar höfðu engan aðdraganda að þessum ásökunum og upplifðu verulegt sjokk. Haft er eftir einum viðmælanda ,,Þetta er ,,basically" í höndunum á einhverju fólki sem að hefur bara ákveðið hvernig líf þitt verður næstu árin." Sumir af þessum viðmælendum eiga maka og börn og þurftu að hafa opnar samræður við börnin sín um hvað væri að gerast því þeir urðu ekki bara fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum heldur misstu þeir vinnuna og urðu fyrir aðkasti í samfélaginu þar sem kallað var á þá af götunni og beint ýmsum ljótum orðum að þeim, þar á meðal nauðgari. Haft er eftir viðmælendum um ofbeldið: „Fólk leyfir sér að nota stór og gildishlaðin orð á samfélagsmiðlum og ásaka mig um hina viðbjóðslegustu hluti“ sagði einn úr hópnum og þá sagði annar að það hefði myndast „einhver stemming“ á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem „þetta þetta verður bara nánast eins og einhver íþrótt að sparka í mann.“ Fréttina um rannsókn Elínrósar má nálgast hér: Við sem samfélag þurfum að mínu mati virkilega að skoða hegðun okkar á samfélagsmiðlum því það er augljóst að mörg líf og fjölskyldur hafa verið eyðilagðar vegna svona hegðunarmynstur fólks, saklaus fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur og hugsum fyrst og fremst um börnin og förum lagalegu leiðina þegar kemur að hvers kyns meintum afbrotum í samfélaginu en notum ekki samfélagsmiðla til að eyðileggja líf einstaklinga og fjölskyldna. Gísli Hvanndal Jakobsson Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa þessa grein eftir að hafa talað við fjölda feðra sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi bæði í sambandi og eftir skilnað. Ég skrifa hana því í dag þá sé ég þetta sem mjög alvarlegt samfélagslegt vandamál sem þarf að hætta fyrir velferð barna okkar. Þeir feður sem ég talaði við vildu jafna umgengni eftir skilnað, sameiginlegt forræði og samvinnu með börnin sín: jafnvægi í lífi barnanna sinna þar sem börnin myndu finna ást, öryggi og vellíðan og skynja einungis gott milli mömmu sinnar og pabba en feðurnir urðu þess í stað að bakka í umgengismáli vegna hegðunar barnsmóður í samfélaginu sjálfu og á samfélagsmiðlum þar sem þeir voru dæmdir sem ofbeldismenn og gátu á engan hátt borið hönd yfir höfuð sér. Flestir fengu þó sameiginlegt forræði og umgengissamning sem þó var einungis bundin við helgar aðra hverja viku. Lögheimilið í öllum tilvikum fór til barnsmóður þar sem í sumum tilvikum átti sér stað hótanir og kúgun svo feðurnir gáfu eftir. Þeir sögðust allir hafa bakkað í þeirri von um að móðir myndi hætta að skrifa um þá á samfélagsmiðlum og lýsa þeim sem þeir væru ekki: ofbeldismenn. En skrif barnsmæðra þeirra hætti samt sem ekki áður og feðurnir upplifðu sig sem algjörlega eina og sögðust að skapast hefði með þeim áfallastreituröskun, svefnleysi, kvíði og ótti um framtíðina. Áhyggjur þeirra snérust þó verulega að börnunum sínum og áhrifunum sem þetta myndi hafa á þau í framtíðinni, því þegar eitthvað fer á netið þá hverfur það aldrei. Augljóst er því í mínum augum að þessar mæður voru ekki að hugsa um börnin sín eða þeirra andlegu velferð. Karlmennirnir lýstu áhyggjum sínum og sorg yfir því sem væri að gerast og hve hræðilegt væri þegar börnin yrðu eldri að sjá skrif móður sinnar um föður sinn. Þeir voru algjörlega eyðilagðir og fjölskyldur þeirra urðu að sjálfsögðu fyrir eyðileggjandi áhrifum af þessu líka. Þegar kom að því að miðla málum um umgengni þá lýstu þeir barnsmóður sem ókunnugri konu fullri af heift, reiði og gremju gagnvart þeim sem laug óspart um þá hræðilegum hlutum hvort sem það var á pappír hjá sýslumanni, í samfélaginu eða samfélagsmiðlum. Ég vil þó taka fram að þó ég sé að skrifa um ofbeldi sumra kvenna gagnvart barnsfeðrum sínum að þá á það að sjálfsögðu ekki við um allar konur og einnig er raunveruleikinn sá að hlutunum getur verið snúið við og það eru feðurnir sem beita sama ofbeldi og taktík eftir sambandsslit. Þeir sem hafa gengið í gegnum skilnað vita hversu sárt og erfitt það ferli er. Á ákveðinn hátt er það eins og jarðarför og flestir sálfræðingar myndu segja ykkur að hið sálfræðilega, hugræna og tilfinningalega ferli að vinna úr skilnaðinum tekur að meðaltali tvö ár. En hvað ef að skilnaðurinn er bara byrjunin á því sem ég get ekki annað en kallað ofbeldi gegn feðrum og börnum þeirra þar sem móðirin viljandi býr til á ákveðinn hátt samfélagsmiðlaherferð gegn föðurnum og gerir sjálfa sig að fórnarlambi, sem í þessu tilviki er barnsfaðir þeirra sem þær kalla ,,Ofbeldismanninn sinn" innan mismunandi grúbba á facebook og úr verður samfélagsmiðla ofbeldi, ærumeiðingar og mannorðsmorð á versta stigi þar sem feðurnir geta á engann hátt varið sig því konurnar í kringum barnsmóður á samfélagsmiðlum hafa gert upp hug sinn án þess að hugsa að þetta gæti allt saman verið lygi og í raun barnsmóðirin verið sú sem beitti og beitir barnsföður ofbeldi, hótunum og kúgun. Þess konar hegðun gagnvart maka er aðeins hægt að lýsa sem Narsisista. Narsisti hefur mikla þörf fyrir hrósi og er gjarnan með sí endurtekna pósta á samfélagsmiðlum þar sem hann/hún segir frá sigrum sínum í lífinu, gleði og hamingju og safnar að sér stuðningsfólki og hópum. Hann/ hana skortir samkennd og lítur algjörlega framhjá því hvernig hegðun hans eða hennar gæti hafa sært eða skemmt líf annars fólks. Narsisistanum er nákvæmlega sama. Narsisti hefur lágt sjálfsmat sem hann felur með yfirborðskenndri hegðun og upphefur sjálfan sig fyrir framan aðra. Hann/Hún leikur fórnarlamb ef þörf krefur eins og í ofangreindum skrifum og myndar sér stuðningshóp og gerir með því annað fólk sem er óafvitandi um gang mála að fólki sem beitir aðra ofbeldi á samfélagsmiðlum. Narsisti sýnir veruleika sterk og neikvæð viðbrögð við gagnrýni eða neikvæðum athugasemdum til dæmis á samfélagsmiðlum og fær snögg reiðisköst. Allt við Narsisista er yfirborðskennt og einfaldlega leikþáttur eins og úr hryllingsmynd þar sem þú ert skotmarkið en Narsisisti á mjög erfitt með að mynda raunveruleg djúp tengsl við fólk. Narsisti ásakar alltaf annað fólk og er einmitt mjög líklegur til að gera skilnað að mjög erfiðu ferli. Narsisti getur bæði verið kona eða maður og nýtur þess og þarf að stjórna öllu og gerir það á mjög lúmskan og lævískan hátt þar sem hann býr til glansmynd af sér sem er að sjálfsögðu yfirborðskennd. Móðirin gerir þetta þá til að búa til umgengisdeilu og hún veit að tölfræðilega séð stendur kerfið meira með konum en körlum og er meðvituð um að ef ósætti ríkir á milli foreldra að þá eru 90% líkur á að sýslumaður úrskurði ekki viku og viku umgengni. Og þess vegna býr barnsmóðir til ósætti til að hefna sín á föðurnum og börnin gjalda fyrir það. Feðurnir sem ég talaði við gerðu allir sátt í málinu án þess að sýslumaður þurfti að úrskurða í málinu og samþykktu helgar umgengni aðra hverja viku. Þeir feður sem ég ræddi við fullyrtu við mig að þetta snérist ekki um raunverulegt ofbeldi af þeirra hálfu því ekkert ofbeldi af þeirra hendi hefði átt sér stað í sambandinu nema ósætti og rifrildi yfir árin sem á ser stað í flest öllum samböndum. Heldur snéri þetta einungis að persónulegri hefnd gagnvart þeim fyrir því að vilja skilnað. Að móðirin væri ekki að hugsa um samband föðurs og barns þeirra sem væri ekkert hægt að setja út á heldur einfaldlega til að meiða fyrrverandi maka á allan þann hátt sem hugsast getur og með því skapað alvarleg neikvæð áhrif á börn þeirra sem aðeins framtíðin myndi leiða í ljós hver yrðu. Þeir karlmenn sem ég talaði við sögðu að þegar þeir hefðu beðið um skilnað í sambandinu að þá hafi viðbrögð kvennanna í flestum tilfellum falist í sér með hótunum um börnin. Að málaferli eftir skilnað gæti tekið mörg ár og yrði þeim í hag. Þannig að þeir héldu áfram að vera í sambandinu í ótta við að missa börnin sín frá sér því konurnar töluðu um hve vondir þeir væru og allir myndu trúa þeim en ekki feðrunum. En samfélagsmiðla ofbeldi snýr ekki aðeins að fyrrverandi mökum. Nýlega las ég frétt á Vísi.is um rannsókn sem Elínrós Hrund Þórðardóttir framkvæmdi vegna lokaverkefnis til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Þar tók hún viðtöl við fjóra íslenska karlmenn sem höfðu verið ásakaðir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum. Haft er eftir einum karlmanni: ,,Ég fékk morðhótanir, fólk var að segja mér að drepa mig, fólk að nota viðbjóðsleg orð um mig, fólk að dreifa lygasögum um mig." Flestir viðmælendur Elínrósar höfðu engan aðdraganda að þessum ásökunum og upplifðu verulegt sjokk. Haft er eftir einum viðmælanda ,,Þetta er ,,basically" í höndunum á einhverju fólki sem að hefur bara ákveðið hvernig líf þitt verður næstu árin." Sumir af þessum viðmælendum eiga maka og börn og þurftu að hafa opnar samræður við börnin sín um hvað væri að gerast því þeir urðu ekki bara fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum heldur misstu þeir vinnuna og urðu fyrir aðkasti í samfélaginu þar sem kallað var á þá af götunni og beint ýmsum ljótum orðum að þeim, þar á meðal nauðgari. Haft er eftir viðmælendum um ofbeldið: „Fólk leyfir sér að nota stór og gildishlaðin orð á samfélagsmiðlum og ásaka mig um hina viðbjóðslegustu hluti“ sagði einn úr hópnum og þá sagði annar að það hefði myndast „einhver stemming“ á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum þar sem „þetta þetta verður bara nánast eins og einhver íþrótt að sparka í mann.“ Fréttina um rannsókn Elínrósar má nálgast hér: Við sem samfélag þurfum að mínu mati virkilega að skoða hegðun okkar á samfélagsmiðlum því það er augljóst að mörg líf og fjölskyldur hafa verið eyðilagðar vegna svona hegðunarmynstur fólks, saklaus fólks. Ábyrgðin liggur hjá okkur og hugsum fyrst og fremst um börnin og förum lagalegu leiðina þegar kemur að hvers kyns meintum afbrotum í samfélaginu en notum ekki samfélagsmiðla til að eyðileggja líf einstaklinga og fjölskyldna. Gísli Hvanndal Jakobsson Höfundur er eilífðarstúdent.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun